Skátarnir
Home Blog Síða 4

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu í Sumarbúðir skáta fyrir sumarið 2017. Að þessu sinni verður prófað nýtt fyrirkomulag á sumarbúðunum og miðast það við að fjölskyldan komi saman í sumarbúðir. Þannig gefst tækifæri til að upplifa sameiginlegt ævintýri og búa til góðar minningar saman.

Dagskráin verður hins vegar með sígildu sniði, enda eru Sumarbúðir skáta frægar fyrir klifrið, bogfimina, bátana, hike-daginn og aðra fasta pósta sem hafa sumir notið vinsælda svo áratugum skiptir. Hér er því komið kærkomið tækifæri fyrir þá sem fóru í sumarbúðir á sínum yngri árum til að endurlifa ævintýrið og deila því með fjölskyldu sinni.

Sjá nánar á heimasíðu Sumarbúða skáta, www.sumarbudir.is

 

Í febrúar dvöldu 26 ungir skátar og foringjar þeirra á Úlfljótsvatni, í lokaáfanganum af Crean vetraráskoruninni. Skátarnir, sem voru frá Írlandi og Íslandi, höfðu gengist undir þjálfunarprógramm í vetur sem meðal annars fól í sér tvær tjaldútilegur við vetraraðstæður, Áskorunin náði svo hámarki með 20 km göngu frá Úlfljótsvatni í skátaskálana á Hellisheiði.

Fyrir gönguna dvöldu skátarnir, sem eru 13-15 ára, á Úlfljótsvatni og fengu meðal annars fræðslu um kortalestur og rötun, skyndihjálp, leiðarskipulagningu, störfum björgunarsveita, útieldun, og margt fleira. Þetta er 6. árið sem Crean vetraráskorunin er haldin en hún heitir í höfuðið á írska landkönnuðinum Tom Crean sem fór þrjá leiðangra á Suðurskautið á árunum 1901-1917.

Áskorunin er bæði líkamlega og andlega erfið. Til dæmis þurfa skátarnir sjálfir að skipuleggja gönguna og taka ákvarðanir um hvaða leið skuli farin. Þeir skiptast á að leiða sinn hóp og þegar illa viðrar og allir eru þreyttir getur verið erfitt að halda uppi móralnum. Til öryggis ganga foringjar með mikla útivistarreynslu með hverjum hóp, tilbúnir að grípa inn í ef stefnir í mikil vandræði.

Í lok ferðarinnar útskrifast skátarnir úr áskoruninni og veitt eru verðlaun fyrir bestu frammistöðuna.

Crean vetraráskorunin er frábært dæmi um ögrandi vetrarverkefni sem hjálpar þátttakendum að læra og eflast í takt við markmið Skátahreyfingarinnar. Úlfljótsvatn hefur veitt Crean-urum húsaskjól, fæði og margs konar aðstoð við dagskrá síðustu sex ár, og er Crean vetraráskorunin gott dæmi um hversu fjölbreytt verkefni Úlfljótsvatn getur þjónustað yfir veturinn.

Meðfylgjandi myndir eru úr Crean vetraráskoruninni 2017.

IMG_20170220_14033416832345_10154984310937618_8934527158652381325_n16681591_10154984304097618_4347768537385322666_n16684145_10154984303972618_8930513666168813193_n16938680_10155701034606988_1359900233298732372_n16864338_10155701036131988_7985083043453303104_n16864318_10155701033661988_4608419339511548500_n16864220_10210531516956919_2148855188278578617_n16864139_10155701034006988_5732378806359194559_n16832291_10155701034511988_5984651585865987778_n16830827_10210531519196975_8122153196333539145_n16806748_10155701034306988_7919847765879685548_n