SUMARBÚÐIR

Eftirminnilegt sumar minninga og áskorana

Markmið sumarbúða skáta er að börnin komist í snertingu við náttúruna, kynnist spennandi útilífsstarfi skátahreyfingarinnar, eignist félaga úr fjölbreyttum hópi og njóti sín sem einstaklingar.

Aldur

Sumarbúðirnar eru ætlaðar börnum á aldrinum 9-14 ára.

Verð

Verð er 64.900 kr.  Innifalið í verði er rúta, gisting, 
matur og öll dagskrá. 
Systkinaafsláttur er 10%. 

Tímabil

Sumarbúðir 2023
12. – 16. júní (9-11 ára)
19. – 23. júní (9-11 ára)
 26. – 30. juní (12-14 ára)
3. – 7. júlí (12-14 ára)
7. – 11. ágúst (9-11 ára)
14. – 18. ágúst (12-14 ára)

Um sumarbúðirnar

Það er líf og fjör að mæta í sumarbúðir og kynnast nýjum krökkum, náttúrunni og fara í spennandi dagskrá. Meðal dagskrárliða sem boðið er upp á er klifur, bátar, bogfimi, hópeflisleikir, vatnasafarí, gönguferðir, kvöldvökur og margt fleira! 

Aðstaða til útivistar gerist vart betri, fjöldi leiktækja og þrautabrauta, stærsti klifur- og sigturn landsins og margar skemmtilegar gönguleiðir. Í sumarbúðunum takast allir á við krefjandi verkefni í öruggu umhverfi.

Starfsmennirnir eru stoltir af því að bjóða upp á metnaðarfulla dagskrá í sumarbúðunum. Sumarbúðirnar eru reknar af skátahreyfingunni og eru gildi hennar höfð til hliðsjónar í öllu starfi.