VELKOMIN HEIM
Kæru skátar
Útilífsmiðstöð skáta á sér langa sögu en hún hefur verið í stöðugri uppbyggingu síðan árið 1941. Skátar hafa byggt upp útilífsmiðstöðina með það í huga að hægt sé að halda þar fjölmenn skátamót fyrir þúsundir þátttakenda með stórum tjaldflötum, hreinlætisaðstöðu og margvíslegri afþreyingu. Síðustu ár hafa verið haldin stór alþjóðleg skátamót á svæðinu eins og Roverway 2009 og World Scout Moot árið 2017.
Skátar á Íslandi ættu að eiga margar minningar af svæðinu. Frá því að þeir mættu sem ungir drekaskátar í sína fyrstu tjaldútilegu og komu svo aftur á svæðið á Landsmót skáta nokkrum árum seinna. Margir skátar koma einnig með skátafélögunum sínum á svæðið á sumrin og á veturna í félagsútilegur. Staðurinn er umvafinn fallegri náttúru og býður umhverfið upp á ýmsar áskoranir fyrir krefjandi dagskrá.
Staðurinn er byggður fyrir skáta og af skátum, og því vonum við að þú nýtir þér svæðið sem mest.
Búum til minningar og byggjum upp skátastarfið á frábæru starfssvæði skáta á Íslandi.
Komdu á
Úlfljótsvatn með þínu skátafélagi
Bókaðu gistingu og dagskrá með því að fylgja þessum skrefum:
Skráningarskjal
Náðu í skjalið hér.
Fylltu það út
Lestu í gegnum skjalið og fylltu það út!
Sendu það til okkar
Þegar skjalið er útfyllt sendu það til okkar í tölvupósti á ulfljotsvatn@skatarnir.is.
Útkall fyrir vinnuhópa
Eignar umsjónarkerfi/ Sameining vefsíðu
Hópur sem kannar möguleikana á nýju bókunarkerfi sem hentar þörfum Úlfljótsvatns og nútímavæða hvernig við bókum Úlfljótsvatn eftir hópum með máltíðir og dagskrá til hliðsjónar.
- Eitt og hálft ár
- Tveir til fjórir einstaklingar
- Fjarvinna
- Æskilegt áhugsvið: Tæknikunnátta, reynsla af þjónustustörfum, þekkingu á vefsíðu og UI design og af kóðun
Uppbygging dagskrár
Hópur sem mun skoða dagskrána okkar í núverandi mynd (bæði með starfsmönnum og án starfsmanna) og kemur með tillögur af því hvernig er hægt að þróa dagskrána svo hún býður upp á meiri fjölbreytni.
- Eitt ár
- Tveir til fimm einstaklingar
- Fjarvinna
- Æskileg áhugasvið: menntun og nám, útivist, sköpun, leikjavæðing og vetrarlíf
Textagerð / blogga
Hópur sem skrifar nokkrar fréttagreinar sem tengjast gildum skrátastarfsins og starfsemi Úlfljótsvatns.
- Eitt ár
- Þrír til fimm einstaklingar
- Fjarvinna
- Æskileg áhugasvið: skrif á íslensku og/eða ensku, að segja sögur, útivist og útilegur, ferðamennska og sjálfbærni.
Kvöldvökur og tjaldsvæði
Hópur sem getur komið og verið yfir helgar á Úlfljótsvatni og tekið að sér ýmisleg verkefni tengd uppbyggingu á tjaldsvæðinu og í kringum varðeldalutirnar.
- Eitt ár
- Fimm til tíu einstaklingar
- Í kringum sumarið og haustið
- Æskileg áhugasvið: verkefnaframkvæmd, trésmíði, lóðarvinna.
Skráðu þig í vinnuhóp við þitt hæfi!
Viðburðir
Vinnuhelgi á Úlfljótsvatni – helgi 4
Vinnuhelgi á Úlfljótsvatni – helgi 4 Undirbúningur fyrir sumarið á Úlfljótsvatni er í fullum gangi og leitum við nú að sjálfboðaliðum sem eru tilbúnir að
Vinnuhelgi á Úlfljótsvatni – helgi 3
Vinnuhelgi á Úlfljótsvatni – helgi 3 Undirbúningur fyrir sumarið á Úlfljótsvatni er í fullum gangi og leitum við nú að sjálfboðaliðum sem eru tilbúnir að