Útilífsmiðstöð skáta á sér langa sögu en hún hefur verið í stöðugri uppbyggingu síðan árið 1941. Skátar hafa byggt upp útilífsmiðstöðina með það í huga að hægt sé að halda þar fjölmenn skátamót fyrir þúsundir þátttakenda með stórum tjaldflötum, hreinlætisaðstöðu og margvíslegri afþreyingu. Síðustu ár hafa verið haldin stór alþjóðleg skátamót á svæðinu eins og Roverway 2009 og World Scout Moot árið 2017.
Skátar á Íslandi ættu að eiga margar minningar af svæðinu. Frá því að þeir mættu sem ungir drekaskátar í sína fyrstu tjaldútilegu og komu svo aftur á svæðið á Landsmót skáta nokkrum árum seinna. Margir skátar koma einnig með skátafélögunum sínum á svæðið á sumrin og á veturna í félagsútilegur. Staðurinn er umvafinn fallegri náttúru og býður umhverfið upp á ýmsar áskoranir fyrir krefjandi dagskrá. Staðurinn er byggður fyrir skáta og af skátum, og því vonum við að þú nýtir þér svæðið sem mest. Búum til minningar og byggjum upp skátastarfið á frábæru starfssvæði skáta á Íslandi.
Komdu á
Úlfljótsvatn með þínu skátafélagi
Bókaðu gistingu og dagskrá með því að fylgja þessum skrefum: