Skólabúðir

Tækifæri til að þétta hópinn og efla samvinnu á milli nemenda

Skólabúðir

Við leiðum nemendur saman og hvetjum þá til þess að takast á við áskoranir, vinna saman og öðlast nýja færni á meðan þeir tengjast náttúrunni í öruggu umhverfi.

Dagskráin okkar tekur nemendurna í vegferð þar sem hver og einn fær tækifæri til að sjá jákvæðu hliðarnar af hópavinnu og ávinninginn af því að ögra sjálfum sér.

 

Áhugaverðar staðreyndir

Árið 2022 voru...

0
Skólabúðir​
0
Dagskrárliðir bókaðir​
0
Glaðir nemendur​

Dagskrá

21,900 kr.

Tveggja daga skólabúðir

Stutt en skemmtileg útivistarferð á Úlfljótsvatni!
Tveggja daga heimsókn (1 nótt). Á dagskránni eru þrjú dagskrá bil og valið er úr dagskrárframboði okkar eftir stærð, aldri og getu hópsins!

26,900 kr.

Þriggja daga skólabúðir

Við mælum með þriggja daga ferðinni fyrir þá hópa sem vilja fulla upplifun! Þriggja daga ferðin gerir hópnum kleift að eyða meiri tíma í að kanna útiveruna okkar og upplifa öll 5 dagskrá bilin okkar!

Hvernig á að bóka

Sendu tölvupóst á ulfljotsvatn@skatarnir.is með dagsetningunum sem þú vilt bóka.