Home 

Skátastarf og skógrækt ganga hönd í hönd á Úlfljótsvatni

(english below)

Skátar og skógræktarfólk hafa enn á ný sýnt fram á hversu vel þessar tvær hreyfingar eiga saman!

Í sumar tók Skógræktarfélag skáta við Úlfljótsvatn, Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni og Skógræktarfélag Íslands höndum saman um nýtt spennandi verkefni sem tengir húmanísk gildi skátahreyfingarinnar við jákvæðar umhverfisaðgerðir skógræktar. Skátastarf og skógrækt hafa alltaf unnið vel saman á Úlfljótsvatni, en nú ákváðu samtökin þrjú að ganga skrefi lengra. Byrjað var á samvinnu um gerð skjólbeltis í tengslum við Drekaskátamót , samsettu úr um 400 trjám og runnum af 26 mismunandi tegundum, sem sett var til að skýla ytra tjaldsvæði Útilífsmiðstöðvarinnar. Næst var tekið á móti hópi franskra Róver skáta frá samtökunum Scouts et Guides de France (SGDF): Thomas, Vincent, Geoffroy, Clotilde og Helio (frá vinstri til hægri á myndinni hér að ofan). 

Óskir þeirra voru að vinna að umhverfis verkefni sem hefði jákvæð áhrif á íslenskt og alþjóðlegt samfélag Úlfljótsvatns . Um veturinn og vorið 2022 2023 voru í gangi umræður um að útbúa sérsniðið verkefni í umhverfisfræðslu sem væri ánægjulegt fyrir þá, kæmi gestgjöfunum vel og byði upp á góðar aðstæður á meðan á dvöl þeirra stæði. 

Ákveðið var að þeir myndu aðstoða Skógræktarfélag skáta við Úlfljótsvatn með viðhaldi og endurbótum á aðgengi að eldri skógi sem gróðursettur var upp úr 1990 og með því að auka líffræðilega fjölbreytni í landslagi sem hefur verið mikið rofið í aldanna rás. Skógræktarfélag skáta við Úlfljótsvatn sá um að leiða verkefnið og lagði til skóginn til vinnu við, en Útilífsmiðstöðin sá um að hýsa þá, með notalegu heimili í Fossbúðarkofanum þar sem þeim
gafst tækifæri á að hitta skáta frá öllum heimshornum. 

Skógræktarfélag Íslands lagði til þekkingu á skógrækt og aðstæðum á Úlfljótsvatnssvæðinu til að leiðbeina hópnum og hafði umsjón með daglegu starfi, auk þess að fræða um mikilvægi þess að halda skógum heilbrigðum.

Á meðan á dvöl Róverskátanna stóð sýndu þau sannarlega úr hvaða efniviði þau eru gerði. Gestgjafarnir eru mjög ánægðir með gæði vinnu þeirra, en þau fóru fram úr ýtrustu væntingum og sýndu mikla orku, gáska og áhuga á verkefninu. Á meðal þess sem þau gerðu var að grisja og snyrta tvo grenireiti til að gefa eftirstandandi trjám betra vaxtarrými, lögðu nýjan 400 m langan stíg um skóginn sem tengir norðuraðkomu og Skátasafnið, gerðu steinlagt eldstæði í aðalrjóðrinu úr efni af staðnum, skiptu um gamla Álfagerðishliðið, gerðu trébrú úr trjábolum sem féllu til við grisjun og plöntuðu að lokum hundrað trjám, af 18 mismunandi trjátegundum, til að búa til spennandi trjásafn og auka fjölbreytileika í skóginum.

Umhverfisfræðsla fyrir ungmenni er hluti af kjarnastarfi bæði skátahreyfingarinnar og skógræktargeirans. Það er mikilvægt að fræða ungt fólk um jörðina sem við lifum á og deilum með öðrum lífverum og um ábyrgð okkar á að virða og vernda landið sem komandi kynslóðir fá í hendur.

Þetta verkefni gerði Róverskátunum ekki eingöngu kleift að læra meira um
náttúruna, jarðvegsrof og mikilvægi endurnýjunar skóga, heldur einnig að læra að vinna saman. Þetta skiptir máli þegar skóla og skátahópar og  sjálfboðaliðar kanna skóginn okkar, njóta náttúrunnar, skoða hvernig hægt er að auka fjölbreytileika og fá vonandi innblástur til að gera það sem í þeirra valdi stendur til að bæta lífsskilyrði heima fyrir.

Til að þakka þeim fyrir hjálpina og áhugann verður stígurinn sem þau lögðu formlega nefndur „Franski skátastígur“.
Móttaka þeirra hefur opnað dyr að frekari verkefnum og hugmyndum, svo sem að búa til útikennslustofu í skóginum og gera upp hringleikahúsið þar, stækka trjásafnið og margt fleira. En í bili munu skátar og skógræktarfólk byrja á að enda þessa sumarvertíð á því að gróðursetja saman 2.500 birkitré úr Landgræðsluskógaverkefninu.
Framtíðin er spennandi á Úlfljótsvatni og okkur hlakkar til að sjá hana verða til saman. 

Höfundur: Elisabeth Bernard
Ljósmyndarar: Ragnheiður Jósuadóttir, Thomas Chiron, Elisabeth Bernard
 
 

Scouting and forestry go hand in hand at Úlfljótsvatn

Scouts and foresters have once again shown how complementary the two movements are!
This summer, the Scouts of Úlfljótsvatn Forestry Association, the Úlfljótsvatn Scout and Adventure Centre and the Icelandic Forestry Association collaborated on an exciting new project bringing together the humanist values of scouting and the positive environmental action of forestry. Scouting and forestry have always worked well together in Úlfljótsvatn, but this time the three organisations decided to push things further. First, they partnered for Drekaskátamót to create a shelter belt of around 400 trees and shrubs of 26 species to protect the outer camping area of the scout camp. 
Then they officially teamed up to welcome a group of French rover scouts from the Scouts et Guides de France organisation (SGDF): Thomas, Vincent, Geoffroy, Clotilde, and Helio.

Their hearts were set on building an environmental project that would have a positive impact on the Icelandic and international community of Úlfljótsvatn. Discussions thus went on with them through the winter and spring of 2022-2023 to create a tailored project in environmental education that would be highly fulfilling for them and beneficial for the host organisations, and provide the best conditions for their stay.

It was decided that they would help the Scouts of Úlfljótsvatn Forestry Association by maintaining and improving the access to the old forest stand planted in the 1990s and by recreating biodiversity in a landscape that has been heavily eroded over the centuries. While the Scouts of Úlfljótsvatn Forestry Association provided the necessary means to lead the project and offered its forest for them to work on, the Úlfljótsvatn Scout and Adventure Centre hosted them as their own volunteers, gave them a comfortable home in Fossbúð cabin, and offered the exciting opportunity to meet fellow scouts from all over the world. The Icelandic Forestry Association mobilized its forestry expertise and local knowledge of the Úlfljótsvatn area to guide the team and supervise daily work activities, in addition to educating them on the importance of maintaining forests to keep them healthy.

During their stay, the rover team has shown what kind of wood scouts are made of. The host organisations are very pleased with the quality of their work, which exceeded expectations, as well as their incredible energy, playfulness, and enthusiasm for the project. Among the improvements made, they thinned and pruned two spruce stands to enable trees to grow well and strong, created a new 400-meters long path through the forest connecting the northern entrance and the Scout Museum, made a stone fire pit in the main clearing using exclusively local material, replaced the old Álfastígur gate, made a wooden bridge with logs from their thinning activities, and finally planted a hundred trees from 18 different tree species to create an exciting arboretum and bring more biodiversity to the forest.
Educating youth about the environment is at the core of both the scouting movement and the forestry sector. It is important to teach young people about the planet we live on and share with other species, and about our responsibility to respect and protect the land that will be handed to future generations. Therefore, this project did not just enable them to learn more about nature, soil erosion, and the importance of reforestation, but also to stimulate their ability to work collectively. It will also make a difference when school groups, scouting teams, and volunteers explore our forest, enjoy its infrastructures, observe how biodiversity can be recreated, and hopefully get inspired to also do what they can to improve local living conditions for their communities back home.

To thank them for their help and dedication, the path they made will be officially named “Franski Skátastigur”, the French Scout trail.
However, welcoming them has initiated a new dynamic and opened the door for more creative ideas, such as creating a classroom in the forest, renovating the old amphitheatre, extending the arboretum, and many more. But for now, scouts and foresters will end this great summer season by planting together 2500 birch trees from the Landgræðsluskógar project.

There is an exciting future ahead in Úlfljótsvatn, and we love seeing it unfold together. 

Author: Elisabeth Bernard.
Photographers: Ragnheiður Jósuadóttir, Thomas Chiron, Elisabeth Bernard.