Velkomin

Útilífsmiðstöð skáta úlfljótsvatni

Komdu, reyndu og upplifðu!

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni var stofnuð árið 1941 og hefur verið heimili íslenskra skáta í yfir 80 ár. Hér fá skátar tækifæri til að reyna og upplifa en einnig til að vaxa og verða virkir þátttakendur í nærsamfélagi sínu. Við viljum að fleiri fái þessi tækifæri og að standa við hlið þeirra þegar þeir eignast ógleymanlegar minningar. 

Úlfljótsvatn er staðsett sunnan við Þingvallavatn og er umkringt fallegri náttúru með mörgum möguleikum til útivistar og ótakmarkaðri fegurð. Allt árið um kring nýta skátar, skólahópar, tjaldgestir, fyrirtæki og allskyns aðrir hópar Úlfljótsvatn í fjölbreyttum og skemmtilegum tilgangi.

Hvort sem þú vilt klifra upp hæsta klifurturn Íslands, fara í gönguferð í fallegu umhverfi, efla samheldni hópsins, fara á kajak út á vatn eða koma í útilegu með fjölskyldu og vinum, þá stendur Úlfljótsvatn alltaf til boða þeim sem vilja nýta sér þá frábæru aðstöðu og dagskrá sem við höfum byggt upp.

Við hlökkum til að taka á móti þér!

Okkar

Gildi

Heimilisleg

Á Úlfljótsvatni á starfsfólki og gestum að líða vel eins og þau séu hluti af staðnum en ekki einungis í heimsókn.

Útivist

Við trúum á jákvæð áhrif útivistar á fólk og því er dagskrá utandyra lykilþáttur í starfsemi okkar.

Vöxtur

Við viljum styðja ungt fólk, veita þeim ögrandi áskoranir og styrkja það til virkar samfélagsþátttöku.

Ávallt viðbúin

Gildi og stefna skátahreyfingarinnar er leiðarvísir okkar í allri dagskrá og öllu starfi á Úlfljótsvatni.

Our latest