Home 

Skóla- og sumarbúðastýra með fyrirlestur í Háskóla Íslands

Sjöfn Ingvarsdóttir skóla- og sumarbúðastýra ÚSÚ hélt fyrirlestur í Háskóla Íslands í gær. Áfanginn ber heitið “Útivist og útinám í lífi og starfi” og hefur áherslan í námskeiðinu snúist mikið að búðum. 
Það var því við hæfi að Sjöfn segði nemendum frá því frábæra starfi sem hefur verið unnið í starfi okkar á Úlfljótsvatni. 

Meðal þess sem kom fram í fyrirlestrinum var hve stórir hópar sækja skólabúðir, hver áhersla þeirra er og hvernig hún er virkjuð í ýmisskonar verkefnu. Að sama skapi hvernig sumarbúðirnar fara fram en þær eru aðeins frábrugnari skólabúðunum.