Að bóka dvöl í Skólabúðunum
Taktu fram:
- Nafn skóla
- Nafn tengiliðs, netfang og símanúmer
- Áætlaður fjöldi nemenda og kennara (aðeins er greitt fyrir nemendur sem mæta)
- Dagsetning sem óskað er eftir og tegund dvalar
- Heiti og kennitala greiðanda (t.d. skóli, foreldrafélag eða sveitarfélag)
Þú færð svo senda bókunarstaðfestingu sem þú staðfestir með undirskrift og þar með eru dagsetningarnar fráteknar fyrir hópinn þinn.
Úlfljótsvatn getur séð um að bóka rútu, eða hópurinn gerir það sjálfur.

Smáa letrið
Kennarar skipta sjálfir með sér verkum, en farið er fram á að a.m.k. einn kennari sé viðstaddur dagskrá hverju sinni, hafi auga með hópnum og geti gripið inn í aðstæður ef þörf er á. Við mælum með því að allir kennarar noti sem mest af tímanum til að kynnast nemendum í nýju ljósi.
Skólar bera fjárhagslega ábyrgð á skemmdum eða tjóni sem nemendur þeirra kunna að valda, hvort sem um viljaverk er að ræða eða ekki.
Skólar/kennarar þurfa að vera með áætlun um hvernig hægt sé að sækja staka nemendur, til dæmis vegna veikinda eða agamála.
Fyrir brottför þarf að taka lök af rúmum og safna þeim fram á gang, taka saman allt rusl, ganga frá í setustofum og skilja við húsin í snyrtilegu ástandi.
Lesið nánar um skilmála fyrir Skólabúðir hér.