Verslunarmannahelgin á Úlfljótsvatni

Home 

Komdu og vertu með okkur á Úlfljótsvatni um verslunarmannahelgina!

Tryggðu þér pláss á tjaldsvæðinu og bókaðu núna á parka.is.

Dagskráin verður með öðru sniði en venjulega hjá okkur um verslunarmannahelgina en núna verður hægt að kaupa helgarpassa í dagskrá sem hægt er að nota yfir alla helgina eins oft og maður vill.  

Dagskrá

 

29. júlí – Föstudagur 

10:00-12:00  – Bogfimi í Strýtunni
14:00-16:00 – Útieldun í Ólafsbúð

30. júlí – Laugardagur 

10:00-11:00 –  Fjölskylduganga um staðinn þar sem helstu kennileiti eru kynnt
10:00-12:00 – Bogfimi og klifur
14:00-16:00 – Klifur 
14:00-18:00 – Bátar 

31. júlí –Sunnudagur 

10:00-12:00 – Bátar
10:00-12:00 – Klifur
14:00-16:00 – Bogfimi í Strýtunni
14:00-16:00 – Útieldun í Ólafsbúð

Einnig er innifalið í helgarpassanum: 
– Varðeldasett sem inniheldur sykurpúða, súkkulaði og banana sem hægt verður að elda á varðeldinum. 
– Kaffi í þjónustumiðstöðinni 

 

 

Verð

Helgarpassi –  3250 kr.
Fjórði hver passi sem keyptur er frír.
Stakur dagsskrármiði – 500 kr.

Dagskrámiðar fást í þjónustumiðstöðinni.

Aðrir viðburðir

 

29. júlí – Föstudagur

13:00-18:00 – Hoppukastalar, popp og candyfloss í Skátalandi. Dagspassi 2000 kr.
20:00-22:00
 – Varðeldur fyrir börnin.
 

30. júlí – Laugardagur 

13:00-18:00 – Hoppukastalar, popp og candyfloss í Skátalandi. Dagspassi 2000 kr.
14:00-16:00
–  Vöfflukaffi í Gilwellskála*
18:00-19:30 – Heitt á grillinu fyrir utan strýtuna. Allir eru velkomnir að koma með sitt eigið á grillið
20:00-22:00 – Varðeldur 
21:00-22:00 – Kayakferð fyrir fullorðna um vatnið – 1500 kr., takmarkað pláss

31. júlí – Sunnudagur 

13:00-18:00 – Hoppukastalar, popp og candyfloss í Skátalandi – Dagspassi 2000 kr.
14:00-16:00
 – Vöfflukaffi í Gilwellskála*
18:00-19:30
– Heitt á grillinu fyrir utan strýtuna. Allir eru velkomnir að koma með sitt eigið á grillið.
20:00-22:00 – Varðeldur  

*Vöfflukaffi í Gilwellskála  
Gilwellskátar munu standa fyrir sölu á vöfflum, kaffi og kakó. Allur ágóði sölunnar fer til uppbyggingar skálans. Einnig munu staðarhaldarar halda kynningu á sögu skálans og starfsemi hans. Opið verður frá 14:00-16:00 laugardag og sunnudag. 

Við viljum minna tjaldsvæðisgesti á að bóka sér pláss á parka.is til þess að tryggja sér stæði áður en að komið er á staðinn.