Heim Forsíðubox Vorboðinn ljúfi

Það er komið vorveður á Úlfljótsvatni.

Við erum farin að huga að sumrinu hérna enda eru vorboðarnir að tínast í hús. Þar eigum við auðvitað við skólahópana sem koma í skólabúðir og vorferðir á Úlfljótvatn. Fuglarnir eru reyndar líka farnir að syngja fyrir okkur.

Núna er dagskrá maí og júní orðin ansi þétt hérna en þó er vafalítið hægt að koma nokkrum hópum í viðbót að í dagatalinu.

Skólahóparnir eru mjög fjölbreyttir, allt frá leikskólum upp í framhaldsskóla og þeir eru að koma í skólabúðir, útsriftarferðir og vorferðir.

Við erum orðin mjög spennt að sjá til þeirra enda er fátt skemmtilegara á þessum stað en að taka á móti öflugum hópi ungs fólks.

NO COMMENTS