Home Veiði

Skátarnir eru ásamt Skógræktarfélagi Íslands stærsti landeigandi við Úlfljótsvatn. Saman eiga þessi félög jörðina Úlfljótsvatn og með henni veiðirétt í um helmingi vatnsins.

Veiðireglur:

 • Veiði opnar í Úlfljótsvatn þann 1. maí og stendur til 30. september.
 • Allir veiðimenn þurfa að tilkynna sig inn ÁÐUR EN FARIÐ ER TIL VEIÐI. Það er gert í þjónustuhúsi á tjaldsvæði. Skráningarbók er í aðalsal og þar er alltaf opið inn.
 • Veiðitíminn er frá klukkan 7:00-23:00 alla daga.
 • Skrá þarf allan afla (sjá hér fyrir neðan).
 • Leyfilegt agn er: fluga, maðkur og spúnn. Allt annað agn er stranglega bannað.
 • Brot á veiðireglum varðar brottvísun og upptöku afla.
 • Veiðimenn eru hvattir til að sleppa stórurriða veiðist hann.
 • Úlfljótsvatn er straumþungt vatn og veiðimenn eru hvattir til að fara gætilega. Sérstaklega í námunda við stöðvarhús Landsvirkjunar. Ís á vatninu er ótraustur og það á ekki að fara út á hann undir neinum kringumstæðum.
 • Allur utanvega akstur er bannaður og verður kærður til lögreglu.

Veiðimenn geta veitt í Úlfljótsvatni eftir nokkrum leiðum:

Hægt er að kaupa veiðikortið en land Úlfljótsvatns er hluti af því. Á því eru ákveðnar takmarkanir en veiðikorthöfum er ekki heimilt að veiða innan tjaldsvæðisins. Þá er veiði við árósa Fossár/Dagvarðarár takmörkuð í maí og júní til að vernda fuglavarp sem á sér stað á því svæði. Annars er veiðikorthöfum frjálst að veiða á svæðum 1,3,4 og 5 Mikilvægt er að korthafar hafi kortið ávalt til reiðu, það er einnig afar mikið hagræði ef þeir merkja bíla sína með þar til gerðum límmiða.

Innifalið í tjaldsvæðagjaldi er leyfi til að veiða  á svæði 2 í Úlfljótsvatni. Leyfið gildir fyrir þá gesti sem eru á tjaldsvæðinu og eru þar í gistinu (bæði börn og fullorðna). Gestum ber að sína veiðiverði kvittun séu þeir beðnir um slíkt. . Þá er veiði við árósa Fossár/Dagvarðarár bönnuð í maí og júní til að vernda fuglavarp.

Þá er hægt að kaupa veiðileyfi í vatninu hjá starfsfólki Útilífsmiðstöðvarinnar. Veiðileyfið gildir í einn dag og kostar 1.800 krónur á stöng. Slíkt leyfi gildir á sömu svæðum og veiðikortið en aðeins í einn dag.

Hægt er að kaupa veiðivörur, veiðikort og annan varning í Þjónustuhúsi á tjaldsvæðinu.

Frekari upplýsingar má finna á síðu veiðifélagisns með því að smella hér.

Veiðikortið gildir á þessum svæðum: 1,3,4 og 5.
Svæði 2 er fyrir gesti tjaldsvæðisins (þar má líka kaupa veiðileyfi sérstaklega í þjónustuhúsi). Þeir sem eru ekki með veiðikortið geta keypt veiðileyfi í þjónustuhúsinu.

Smelltu hér til að skoða upplýsingar um veiðikortið af vef veiðikortsins

http://www.veidikortid.is/is/veidhisvaedhi/sudhurland/ulfljotsvatn-vesturbakkinn

Skráning afla

Sérstök athygli er vakin á því að veiðimönnum er skilt að skrá afla sinn að lokinni veiði. Það má gera í þar til gerða bók í þjónustuhúsi á tjaldsvæðinu.

Beita sem leyfð er í Úlfljótsvatni er: Fluga, spúnn og maðkur.

Ekki má nota makríl, smurefni eða aðra beitu en þá sem að talin er upp hér fyrir ofan. Sé önnur beita notuð eða veitt utan svæðis verður aflil gerður upptækur og viðkomandi vísað af svæðinu.

Í Efra-sogi eru viðkvæmar hrigningastöðvar stór-urriða. Til að vernda þann stofn sem að er í hægum vexti er öll veði í árfaregi Efra-sogs bönnuð. Svæðið er vaktað með myndavélum. Veiðiþjófar verða kærðir. Þá er minnt á að veiði við stíflumannvirki og stöðvarhús Landsvirkjunnar er bönnuð. Þau svæði eru jafnframt vöktuð með myndavélum og af starfsmönnum Landsvirkjunnar og veiðivörðum í Úlfljótsvatni.

Lokuð svæði

 • Svæði 2 er ekki hluti af veiðikortinu. Það er bara fyrir gesti tjaldsvæðisins og þá sem kaupa sér veiðileyfi í það svæði. Frekari upplýsingar í þjónustuhúsi.
 • Austasti hluti svæðis 2 er lokaður í maí og júní vegna fuglavarps. Lokunin er frá ánni og út að staur sem að stendur á árbakkanum. Þessi lokun gildir um alla veiðimenn hvort sem þeir eru með leyfi í svæði 2 eða tjaldgestir.
 • Sumarhús OR við Steingrímsstöð. Veiðimönnum er bent á að svæðið í kringum sumarhús OR við Steingrímsstöð er í eigu OR og ekki hluti af veiðikortasvæðinu. Veiðimenn eru beðnir um að virða það og vera ekki inni á lóðum sumarhúsanna við veiðar.
 • Stöðvarhús og mannvirki Landsvirkjunnar eru bannsvæði og fyrir utan veiðikortasvæði.
 • Veiðikortið gildir aðeins fyrir veiði af bakkanum. Veiði af bátum er ekki leyfð í Úlfljótsvatni nema með sérstöku leyfi landeigenda á hverjum stað.