Home Útinámsráðstefna Úlfljótsvatni

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni og Samtök náttúru-, og útiskóla héldu Útinámsráðstefnu að Úlfljótsvatni helgina 17. og 18. september 2016.

Hérna má finna upplýsingar um ráðstefnuna, útdrætti, myndbönd og annað sem að tengist ráðstefnunni.

Stefnt er að því að halda samskonar ráðstefnu árlega.

Útinámsráðstefna að Úlfljótsvatni.

Dagskrá ráðstefnunnar var sem hér segir:

Námskeiðsyfirlit

Exploring the educational potential of residential experiences – Rannsókn á árangri af skólabúðaferðum    3

Upptakarinn (þátttaka og upplifun). 3

Gögl 3

Stefnumót. 3

Laugar Ungmenna- og tómstundabúðirnar. 4

Mikilvægi skóla- og ungmennabúða fyrir börn og unglinga. 4

Útieldun. 4

Kanósiglingar í skólastarfi 4

Útieldun með Ellen. 4

Sjálfbærini í skógartengdu útinámi 5

Discovering the outdoors. 5

Outdoor Science. 5

Hvað geta skátarnir gert?. 6

Útistærðfræði 6

Getting Your Viking On. 6

Útikennsla við Grunnskólann á Hellu. 6

Útinám í Lindaskóla- nálgun og viðhorf starfsfólks til útináms. 6

Útinám og útivera gegn einelti 7

„Ég vil fá þau með mér útׅ“. 7

Brilliant Residentials for shools. 7

Ofurkraftur náttúrunnar. 8

Svona gerum við. 8

Green Initiatives of My Community in Mosfellsbaer, Iceland. 8

Öryggismál á Úlfljótsvatni 9

Green Initiatives of My Community in Mosfellsbaer, Iceland. 9

Fræðslustarf í Grasagarði Reykjavíkur. 9

Nálgumst grenndina – ferð undir berum himni 9

Outdoor education in Slovenia and the role of CŠOD.. 10

Theatre workshop as  part of outdoor week. 10

Using Nordic Walking to promote moving in nature. 10

Gufunesbær – hugmyndafræði og verkefni 11

Working with youth outdoors. 11

Outdoor Poland. 11

Byggðu þitt eigið útisvæði 11

 

 

 

 

Exploring the educational potential of residential experiences – Rannsókn á árangri af skólabúðaferðum

Flutt á Ensku

Tegund: Aðalfyrirlesari

Tímalengd:  60 mín

Leiðbeinandi:  Dr. Beth Christie, Lektor við háskólann í Edinborg.

Lýsing: Dr. Beth Christie hefur um árabil rannsakað útinám og árangur þess á skólastarf í Skotlandi ásamt því að vera í fararbroddi við innleiðingu útináms í skosku skólastarfi. Í fyrirlestrinum segir hún frá rannsóknum á skólabúðum og skólaferðum og hverju þær skila í skólastarfið og til nemenda.

Upptakarinn (þátttaka og upplifun)

Hvatning til þátttöku

Námskeið um hvernig stuðla má að jákvæðri upplifun með virkri þátttöku.

Tegund: Námskeiðið er fyrirlestur og léttir leikir/verkefni.

Tímalengd:  90 mín (hægt að hafa minna)

Leiðbeinandi:  Jörgen Nilsson

Lýsing: Hvernig hvetjum við einstaklinga til þátttöku. Hvernig styrkjum við böndin á milli einstaklinga í hóp og fáum alla til að fara skrefi lengra en þeir eru vanir. Hvernig virkjum við þá sem eru feimnir, með kvíða og/eða félagsfælni. Síðast en ekki síst; hvernig fáum við hópinn til að vinna sem best saman, virkja alla til þátttöku og hvernig gerum við skemmtilega upplifun að góðum minningum.

Gögl

Hvernig getum við notað Gögl til að skilja kenningar Csikszentmihalyi´s um flæði. Hvernig fáum við fólk sem á í erfiðleikum með að einbeita sér til að sökkva sér í verkefni (dk. fordype sig).

Tegund: Námskeiðið er að mestu leiti verklegt og umræður í lokin

Tímalengd:  60 mín

Leiðbeinandi:  Jörgen Nilsson

Lýsing: Farið verður í gegnum persónulegan þroska í þeim verkefnum sem Göglið býður upp á. Hugmyndafræði Csikszentmihalyi´s nýtist vel í verkefni sem þessu og farið verður yfir hvernig flæði kenningin tengist Gögli. Hér geta allir sett sér markmið og áskoranir við hæfi.

Það væri möguleiki að vera líka með Gögl kennslu – verklega þjálfun – í öðrum dagskrábili

Stefnumót

Hvernig léttum við samskiptin á milli okkar

Tegund: Námskeiðið er byggt upp með fyrirlestri og léttum samskiptaverkefnum.

Tímalengd:  90 mín

Leiðbeinandi:  Jörgen Nilsson

Lýsing: Hvað er mikilvægt að við höfum í huga í samskiptum við annað fólk. Hvernig tölum við við og um hvort annað. Erum við meðvituð um okkar eigin líkamstjáningu, andlitssvipbrigði og kunnum við að skrifa og lesa í textaskilaboð. Hér er fjallað um fjölbreyttar hliðar samskipta.

Laugar Ungmenna- og tómstundabúðirnar

Hvernig er lífið á Laugum byggt upp – frá mánudegi til föstudags?

Tegund: Fyrirlestur og umræður

Tímalengd:  30 mínútur og umræður

Leiðbeinandi:  Anna Margrét Tómasdóttir og Jörgen Nilsson

Lýsing: Hugmyndafræðin á bakvið öflugar tómstundabúðir fyrir 9. bekk að Laugum í Sælingsdal. Þróun síðustu 10 ára. Mikilvægi þess að kúpla sig frá daglegri rútínu og losna við rafræna miðla. Hvernig stundum við m.a. útivist á Laugum, allan veturinn.

Mikilvægi skóla- og ungmennabúða fyrir börn og unglinga

Tegund: Fyrirlestur og umræður

Tímalengd:  30 mínútur og umræður

Leiðbeinandi:  Anna Margrét Tómasdóttir

Lýsing: Stutt sögulegt samhengi. Upphaf sumar- og skólabúða á Íslandi. Helstu hugtök. Alheimssamtök búða og alþjóðleg samstarf. Hvað er að gerast annarstaðar? Hver er raunverulegur styrkur skóla- og ungmennabúða fyrir nemendur? Hver er framtíð skóla- og ungmennabúða á Íslandi?

Útieldun

Allt frá eldi til máltíðar

Tegund: Verkleg smiðja undir berum himni

Tímalengd: 90 mínútur

Leiðbeinandi:  Guðmundur Finnbogason, heimilisfræðikennari og framkvæmdarstjóri Úlfljótsvatns.

Lýsing: Þátttakendur læra að kveikja eld og elda dýrindis krásir bæði á eldinum og með öðrum leiðum. Skoðuð er notkun á Dutch oven eða Hollendingum sem eru pottar sem má baka í, ásamt því að rætt er um ýmsar aðferðir sem nota má í kennslu eða útieldun almennt.

Kanósiglingar í skólastarfi

Tegund: Verkleg smiðja undir berum himni

Tímalengd: 90 mínútur

Leiðbeinandi:  Smári Stefánsson, aðjunkt við íþrótta- og heilsubraut Háskóla Íslands

Lýsing: : Þátttakendur læra grunnatriðin í kanó siglingum, hvernig bátnum er stýrt á sem hagkvæmastan hátt og félagabjörgun fari svo illa að einhver velti.

Þátttakendur þurfa að vera klæddir til útiveru og hafa föt til skiptanna.

Útieldun með Ellen

„Svona gerum við í Hveragerði“

Tegund: Verkleg smiðja undir berum himni

Tímalengd: 90 mínútur

Leiðbeinandi:  Ellen Scheving Halldórsdóttir. Grunnskóla- og leikskólakennari, yoga kennari, náttúruunandi, móðir og skáti.

Lýsing: Farið verður yfir uppbyggingu smá báls fyrir útieldun, frá grunni á náttúruvænan hátt (án kemískra efna). Sýndar verða tvær aðferðir að raða upp efnivið. Einnig eldað með kol.  Eldað verður  einfaldur pottréttur yfir eldi og bakað brauð yfir glóandi kol. Ef tími gefst þá verður einnig boðið upp á desert 🙂 Sérstök áhersla lögð á öryggismál og allt sem hafa skal í huga þegar unnið er með opin eld.

Sjálfbærini í skógartengdu útinámi

Tegund: Fyrirlestur

Tímalengd: 60 mín

Leiðbeinandi:  Ólafur Oddsson er verkefnisstjóri Lesið í skóginn og fræðslustjóri Skógræktarinnar. Hann hefur kennt lengi og víða um tálgun og ferskar viðarnytjar, s.s.  hjá Landbúnaðarháskólanum, Tækniskólanum, Handverkshúsinu, Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar og sem stundarkennari hjá Menntavísindasviði  HÍ, Lbhí, Lhí og sem starfsmaður Náms- og starfsendurhæfingar Janusar ehf

Lýsing: Í fyrirlestrinum verður fjallað um nám í skógi og um skóginn sem virka náttúruauðlind í skóla- og frístundastarfi, tengingu við markmið námskrár, samþættingu og þverfaglegt samstarf um skógaruppeldisleg verkefni í grenndarskógi og hvernig sjálfbærni tengist skógarhirðu, nytjum, sköpun og valdeflandi nálgun í fjölbreyttu skólastarfi.

Kynnt verða áhöld, búnaður, efni og sýnishorn af verkefnum sem notuð eru í skógartengdu útinámi.

Discovering the outdoors

Flutt á ensku

Tegund: Verkleg smiðja

Tímalengd: 60 mín

Leiðbeinandi:  Michal Medek, director of Kaprálův mlýn scout environmental education centre, teacher at Masaryk University (environmental education, heritage interpretation)

Lýsing: We would like to share experiences how we use methodology of learning in informal settings (heritage interpretation and scouting) in developing one-day and residential courses. We also compare this to recently introduced Real World Learning model.

Outdoor Science

Flutt á ensku

Tegund:  fyrirlestur

Tímalengd: 60 mínútur

Leiðbeinandi:  Michal Medek, director of Kaprálův mlýn scout environmental education centre, teacher at Masaryk University (environmental education, heritage interpretation)

Lýsing: We show two approaches to inquiry based education – school based projects (Globe and Eco-school) and outdoor residential Field Ecology. The presentation will focus on working and non-working concepts within the programmes based on evaluation data acquired in the recent years.

Hvað geta skátarnir gert?

Tegund: Kynning

Tímalengd: 30 mínútur

Leiðbeinandi:  Dagbjört Brynjarsdóttir

Lýsing: Skátarnir segja frá hugmyndafræði sinni og nálgun í starfi með börnum. Markmiðið er að kynna þátttakendur fyrir því hvað skátarnir geta boðið upp á fyrir börn og ungmenni.

Útistærðfræði

Að nota náttúrna í stærðfræðikennslu yngsta og miðstigs.

Tegund: Verkleg smiðja

Tímalengd: 60 mín

Leiðbeinandi:  Inga Ævarsdóttir, meistaranemi í kennslufræðum, sumarbúðastjóri, skáti og útikennari.

Lýsing: Farið er í stærðfræðiverkefni fyrir yngsta og miðstig með áherslu á form, mynstur, mælingum og algebru. Kennd verða einföld verkefni sem að má grípa til án sérstakra verkfæra.

Getting Your Viking On

Flutt á ensku og íslensku

Combat play, LARP, perceived risk, and athletics for kid’s who don’t like balls

Tegund: Verkleg smiðja undir berum himni

Tímalengd: 60 mín

Leiðbeinandi: Samuel Ludger Levesque

Lýsing: Samuel Levesque, who runs „Útileikur“, and outdoor recreation program in Eastern Reykjavik, will offer participants the opportunity to try a variety of games and contests designed to inspire creative play, strengthen self-confidence and self-discipline, and encourage healthy physical exercise, especially for who dislike traditional sports.

Útikennsla við Grunnskólann á Hellu

Tegund: Fyrirlestur

Tímalengd:  50 mínútur og umræður

Leiðbeinandi: Ingibjörg Þóra Heiðarsdóttir

Lýsing: Þróun útikennslu við grunnskólann, hvað hefur verið gert og hvernig.  Sýnishorn af verkefnum og efni sem hefur verið notað í máli og myndum.

Útinám í Lindaskóla- nálgun og viðhorf starfsfólks til útináms

Samstarfsverkefni Lindaskóla, Menntavísindasviðs HÍ og Útilífsmiðstöðvar skáta Úlfljótsvatni

Tegund: Fyrirlestur

Tímalengd: 30 mín og umræður

Leiðbeinandi: Ulrika Schubert

Lýsing: Sagt frá niðurstöðum úr könnun „Útinám í Lindaskóla“ sem lagt var fyrir alla starfsmenn í Lindaskóla, Kópavogi, í júní 2015.  Í könnuninni er starfsfólk beðið um taka afstöðu til útináms, hvar og hvað er kennt í útinámi og hve marga daga ársins. Í erindinu er sagt frá viðhorfi starfsfólks til útináms, hvað hvetur þau til að færa starfsemi út fyrir skólabygginguna og hverjar helstu hindranirnar séu. Spurningakönnunin er hluti af þróunarverkefninu Lindinni sem fram fór í Lindaskóla skólaárið 2015 – 2016. Áheryrendur eru hvattir til að taka þátt í umræðu um reynslu af útinámi í  þeirra vinnuumhverfi.

Útinám og útivera gegn einelti

Tegund: Fyrirlestur og æfingar

Tímalengd: 60 mín

Leiðbeinandi: Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ.

 

Lýsing: Rannsóknir sýna að dvöl í náttúrunni hefur jákvæð áhrif á samskipti og umhyggju – og getur unnið gegn einelti. Útivera og útinám hefur því jákvæð áhrif í sjálfu sér en með markvissri vinnu er bæði hægt að nota útnám og útiveru til að koma í veg fyrir einelti og einnig sem hluta af þeim inngripum sem skólar, tómstundastarf og félagasamtök grípa til þegar einelti kemur upp. Farið verður yfir niðurstöður rannsókna sem lúta að einelti og dvöl í náttúrinni, ásamt því að þátttakendur fá þjálfun í að beita aðferðum sem nota má sem hluta af forvörnum og inngripum í eineltismál.

„Ég vil fá þau með mér útׅ“

Útivera og náttúrustundir í uppvexti barna, á Íslandi og Noregi.

Tegund: Fyrirlestur

Tímalengd: 60 mínútur

Leiðbeinandi: Kolbrún Kristínardóttir, sjúkraþjálfari

Lýsing: Kolbrún kynnir niðurstöður meistararannsóknar á útiveru og náttúrustundum í uppvexti barna, á Íslandi og í Noregi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða gildi og viðhorf íslenskir og norskir foreldrar leggja áherslu á þegar kemur að frítíma barnsins og fjölskyldunnar, náttúrustundum og útiveru. Niðurstöður voru túlkaðar út frá lýðheilsusjónarmiðum og áhrifum útiveru á þroska og uppvöxt barna, kenningum um foreldra sem fyrirmyndir og kenningum um menningar- og samfélagsleg áhrif.

Brilliant Residentials for shools

Flutt á ensku

Tegund: Fyrirlestur

Tímalengd: 60 mínútur

Leiðbeinandi: George Lewis frá Gilwell park í London sem að rekur 7 útinámsstöðvar í Bretlandi og Norður Írlandi.

Lýsing: 1- Research.  We have been a part of a large research project in the UK, which has been examining the true benefit of schools using outdoor learning as part of their offering.   The research has both looked at why a residential is beneficial and the best ways of using it to bring benefit back into the classroom.  2-      Application.  We will then build on the research and present how we apply this learning to how schools interact with us on centre.  This will include how we co-create learning programmes with teachers and build activity schedules based around learning objectives rather than just the activity itself.

Ofurkraftur náttúrunnar

Skiptir færni í hreyfingum og skynþroska máli í námi barna?

Tegund: Fyrirlestur og verklegar æfingar

Tímalengd: 90 mínútur

Leiðbeinandi: Sabína Steinunn Halldórsdóttir M.ed í Íþróttafræðingur er eigandi og höfundur Færni til framtíðar.

Lýsing: Færni til framtíðar er handbók um örvun hreyfifærni barna úti í nánast umhverfi. Sabína Steinunn M.ed íþróttafræðingur hefur unnið með hugmyndafræði sína í 10 ár með góðum árangri og ætlar nú að miðla þekkingu sinni.

Færni til framtíðar – fyrirlestrar, námskeið og ráðgjöf varðandi útikennslu og hreyfifærni barna.

Svona gerum við

Útikennsla í Sjálandsskóla

Tegund: Verkleg smiðja undir berum himni

Tímalengd: 60 mínútur

Leiðbeinandi: Hrafnhildur Sigurðardóttir grunnskólakennari við Sjálandsskóla

Lýsing: Farið er í fjölmörg verkefni sem kennarar við Sjálandsskóla nota og hafa notað undanfarin ár.

Green Initiatives of My Community in Mosfellsbaer, Iceland

Flutt á ensku

Tegund: Verkleg smiðja undir berum himni

Tímalengd: 60 mínútur

Leiðbeinandi: Ævar Aðalsteinsson, leiðsögumaður, frístundafræðingur og starfsmaður Gufunesbæjar

Lýsing: This workshop will describe how much you can do with municipal support for stewardship projects. Mosfellsbaer is the first community in Iceland to have green and health programs. The green program includes many things but the focus is on trail design and building playgrounds in the „risky play category“. Also, there are events like off-road running and a town festival were outdoor lifestyle, training and entertainment is popular. Join me as I share with you the experiences of this unique place in Iceland.

Í fyrirlestrinum er sagt frá lýðheilsuverkefninu Heilsueflandi bæjarfélagi þar sem áhersla er á marga þætti mannlífsins m.a. útivist og óspillta náttúru, hreyfingu og upplifun. Bæjarstjórn ásamt sjálfboðaliðum og frjálsum félögum í bænum hafa unnið að verkefninu í nokkur ár og var Mosfellsbær fyrsta bæjarfélagið á Íslandi til að hrinda slíkri áætlun í framkvæmd. Fjallað verður um þetta samstarf sem hefur gefið af sér stikaðar gönguleiðir, óhefðbundna leikvelli, utanvegahlaup og ýmsa viðburði þar sem náttúra og útivist eru viðfangsefnið.

Öryggismál á Úlfljótsvatni

Hvernig tryggjum við að dagskráin okkar sé örugg?

Tegund: Fyrirlestur og umræður

Tímalengd: 30 mínútur og umræður

Leiðbeinandi: Elín Esther Magnúsdóttir, dagskrárstjóri Útilífsmiðstöðvar skáta Úlfljótsvatni

Lýsing: Farið er yfir þær aðferðir sem Úlfljótsvatn notar til að gera dagskrána eins örugga og hægt er. Áhættumat, verklagsreglur og annað sem að stuðst er við kynnt fyrir þátttakendum.

Green Initiatives of My Community in Mosfellsbaer, Iceland

Erindið er á ensku

Tegund: Fyrirlestur og umræður

Tímalengd: 30 mínútur og umræður

Leiðbeinandi: Ævar Aðalsteinsson, tómstundafræðingur

Lýsing: This workshop will describe how much you can do with municipal support for stewardship projects. Mosfellsbaer is the first community in Iceland to have green and health programs. The green program includes many things but the focus is on trail design and building playgrounds in the „risky play category“. Also, there are events like off-road running and a town festival were outdoor lifestyle, training and entertainment is popular. Join me as I share with you the experiences of this unique place in Iceland.

Fræðslustarf í Grasagarði Reykjavíkur

Tegund: Kynning og umræður

Tímalengd: 30 mínútur

Leiðbeinandi: Björk Þorleifsdóttir verkefnastjóri fræðslu og miðlunar hjá Grasagarði Reykjavíkur

Lýsing: Farið verður yfir fræðsluhlutverk Grasagarðs Reykjavíkur en hann er eitt safna Reykjavíkurborgar. Litið verður til fræðslu á öllum skólastigum sem og almenningsfræðslu.

Nálgumst grenndina – ferð undir berum himni

Flutt á íslensku og ensku

Tegund: Smiðja sem er bæði inni og úti

Tímalengd: 60 mínútur

Leiðbeinendur: Jakob F. Þorsteinsson – Menntavísindasvið HÍ og Betha Christie Edinborgarháskóla

Lýsing:Outdoor Journeys, eða ferðir undir berum himni er nálgun sem gerir nemendum kleift að læra um fólk og stað í nærumhverfi sínu. Með því að skipuleggja og framkvæma staðbundnar ferðir er nemendum gert fært að læra þvert á námsgreinar með virkum, heildrænum hætti og í tengslum við sitt umhverfi. Við vonum að kennarar og leiðbeinendur muni íhuga að nota ferðir utandyra sem ramma og uppsprettu, sem leið til að gera “námskrána lifandi” með því að færa nám út. Nálgunin felur í sér áfanga sem hægt er endurtaka aftur og aftur: Spyrja – Rannsaka  – Kynna

English:

Outdoor Journeys is an approach that enables pupils to learn about the people and place in which they live.  By planning and undertaking local journeys, pupils are able to learn across the curriculum in manner that is active, holistic and contextualised.

We hope that school teachers will consider using the Outdoor Journeys framework and resources, as a means of “bringing curricula alive” by taking learning outdoors.  It involves three phases that can repeated over and over: Questioning – Researching – Sharing

Outdoor education in Slovenia and the role of CŠOD

Flutt á ensku

Tegund: Fyrirlestur

Tímalengd: 30 mínútur

Fyrirlesari: Darja Sever, sports teacher

Lýsing: Outdoor education in Slovenia is a part of a school system. Every child attends outdoor week at least twice during schooling time, but many schools organise it almost every year.

CŠOD is the biggest organisation in Slovenia that organise outdoor weeks. Almost 60 % of all students visit CŠOD. In CŠOD there are also employed teacher that have the same conditions of employment as school teachers. Most CŠOD centres have interdisciplinary program with a focus on science, sports activities, or social sciences.

Theatre workshop as  part of outdoor week

Flutt á ensku

Tegund: Vinnustofa

Tímalengd: 60 mínútur

Fyrirlesari: Domen Uršič, manager of outdoor center

Lýsing: In the workshop participants will learn about themselves and their body through the movement in nature. They will train the critical-analytical attitude towards themselves and create their own performing in the conceptual world.

Using Nordic Walking to promote moving in nature

Flutt á ensku

Tegund: Vinnustofa utandyra

Tímalengd: 60 mínútur

Fyrirlesarar: Erika Melihen, manager of outdoor center og Mateja Vertelj, sport teacher

Lýsing: We will present Nordic walking as a method to promote walking in nature with teenage students.  We will learn Nordic walking technique and use it in outdoor walking. It will include teaching techniques, warm-up exercises, exercises for developing strength and playing using sticks.

Gufunesbær – hugmyndafræði og verkefni

Tegund: fyrirlestur og kynning

Tímalengd: 30 mínútur og umræður

Leiðbeinandi:  Hafsteinn Grétarsson

Lýsing: Á undanförnum árum hefur frístundamiðstöðin Gufunesbær verið að sérhæfa sig í útivist og útinámi ásamt uppbyggingu á útivistarsvæðinu við Gufunesbæ. Sagt verður frá helstu verkefnum Gufunesbæjar er tengjast útivist og útinámi, tengingu Gufunesbæjar við leik- og grunnskóla ásamt samstarfinu við Náttúruskóla Reykjavíkur. Einnig verður komið inn á hverjar helstu hindranirnar hafa verið þegar kemur að því að fara út og hvernig hugmyndafræði Gufunesbæjar í útivist og útinámi reynir að stemma stigu við þeim.

Working with youth outdoors

Flutt á ensku

Tegund: Vinnustofa utandyra

Tímalengd: 60 mín

Leiðbeinandi:  Marta Jonca

Lýsing: A workshop that will highlight a mixture of methods: games, plays, introducing each-other technics  and also some teambuilding activity which will be an example of the work which is done with youngsters in  the polish outdoor center. At the end of it there will be a nice evaluation activity.

Outdoor Poland

Flutt á ensku

Tegund: Fyrirlestur

Tímalengd: 60 mín

Leiðbeinandi:  Marta Jonca

Lýsing A presentation on our small trip trough Outdoor Poland, our recent projects, our methods of work with kids and youngsters and a partnership which hepls us to have such a good results in developing Outdoor Education methods in Poland

Byggðu þitt eigið útisvæði

Frumstæð skýli sem að við byggjum sjálf

Tegund: Verkleg smiðja undir berum himni

Tímalengd: 60 mínútur

Leiðbeinandi:  Guðmundur Hrafn Arngrímsson

Lýsing: Fjallað verður um hvernig nálgast má nærsvæði skólans með tilliti til að koma sér upp eða tileinka sér vattvang til útináms. Að hafa aðgang að eða skilgreina vettvang til útináms gerir útinámið oft markvissara, getur auðgað það og auðveldað skipulag þess. Við skoðum hugmyndir um að nýta sér mismunandi landlagsgerðir, rými og hugsanlega menningararfleið sem svæðin búa yfir. Við fjöllum um sjálfbærni í framkvæmd og nýtingu ásamt því að ræða um mismunandi leiðir til að aðlaga og skipuleggja námsefni utandyra