Heim Uncategorized Útileguhelgi fjölskyldunnar

Þann 10. – 12. júní næstkomandi býður Úlfljótsvatn í útilegu. Þá verður fyrsta fjölskylduhelgin haldin en markmið hennar er að hvetja fjölskyldur til jákvæðrar samveru í náttúrunni. Í tilefni af þessu verður gestum tjaldsvæðisins boðin gisting og dagskrá án endurgjalds. Það þarf því ekkert að gera nema mæta og vera með.

Meðal þess sem verður í boði er hefðbundin dagskrá eins og bogfimi, klifurturn og bátaleiga auk þess sem að gestir geta prófað nýjan fótboltagolfvöll staðarins og leikið sér í leiktækjunum á svæðinu. Á Úlfljótsvatni er fjöldi afþreygingarmöguleika og engum á að þurfa að leiðast.

Starfsfólkið býður einnig upp á leikjakennslu fyrir unga og gamla og veitir leiðsögn í gönguferðum um svæðið. Veiði í vatninu er að sjálfsögðu innifalin eins og venjulega. Hoppukastalarnir verða einnig dregnir fram svo að yngsta fólkið fái eitthvað að gera.

Dagskránna er að finna á facebook síðu Útilífsmiðstöðvarinnar. Þú finnur hana með því að smella hér.

Rafmang er á tjaldsvæðinu en greiða þarf fyrir það samkvæmt verðskrá.

NO COMMENTS