Heim Uncategorized Sumarstörf

Úlfljótsvatn auglýsir eftir umsóknum vegna sumarstarfa fyrir sumarið 2016.

Auglýst er eftir umsóknum í eftirfarandi störf:

Aðstoðarforstöðumaður Sumarbúða skáta. Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára þegar starfið hefst. Starfið felst meðal annars í umsjón með Sumarbúðum skáta ásamt forstöðumanni, skipulagi og utanumhaldi með starfsmannamálum og ýmsum öðrum tilfallandi verkefnum ásamt öðrum stjórnendum. Unnið er virka daga og þriðju hverja helgi eftir þörfum.

Umsjónarmaður tjaldsvæðis. Viðkomandi þarf að vera orðinn 18 ára þegar starfið hefst. Starfið felst í utanumhaldi og umsjón með tjaldsvæðinu, skipulagi verslunar og mönnunar ásamt öðrum stjórnendum. Viðkomandi sér einnig um umsjón með útiflokki Úlfljótsvatns ásamt öðrum stjórnendum. Æskilegt er að hafa vinnuvélaréttindi í réttindaflokki I. Unnið er að jafnaði frá  miðvikudegi til sunnudags.

Dagskrárstarfsmenn. Viðkomandi þarf að vera orðin 18 ára þegar starfið hefst. Starfið felst í umsjón með dagskrá Úlfljótsvatns, dagskrárstarfs sumarbúðanna á meðan þær eru í gangi en annars fjölda annarra verkefna eftir því sem þau falla til. Starfsmenn geta þurft að taka að sér öll verk á Úlfljótsvatni. Unnið er fyrri eða seinni vakt virka daga og aðra hverja helgi. Frí fjórðu hverja viku.

Matráður. Æskilegt er að hafa reynslu af því að búa til mat fyrir allt að 100 manns. Viðkomandi stýrir starfi eldhússins. Æskilegt er að geta hafið störf um miðjan maí og unnið út ágústmánuð. Úlfljótsvatn tekur á móti fjölbreyttum hópum af ýmsum stærðum og gerðum. Allt frá 20 manna hópum í grill yfir í 150 manna veislur. Stærstur hluti vinnunnar snýr að sumarbúðum þar sem eldað er fyrir um 40 börn og 25 starfsmenn mánudag til föstudags og erlendum skátahópum þar sem eldað er fyrir 20-100 manns á hverjum degi. Fjölbreyttur heimilismatur er á matseðlinum. Æskilegt er að viðkomandi sé skipulagður og agaður og hafi reynslu af innkaupum og skipulagi slíkrar vinnu. Unnið er virka daga með hvíld yfir miðjan daginn. Viðkomandi gæti verið kallaður út um helgar til að sinna tilfallandi verkefnum.

Allar umsóknir skal senda í tölvupósti á ulfljotsvatn@skatar.is fyrir 29. febrúar.

Allir sem eru ráðnir þurfa að mæta eina helgi í maí til að ljúka þjálfun staðarins.

NO COMMENTS