Home Skilmálar við bókun

Almennt

 Þegar um forbókun er að ræða (dagsetningar teknar frá) skal greiðandi staðfesta bókun eigi síðar en 4 vikum seinna. Sé bókun ekki staðfest innan þess tíma áskilur Úlfljótsvatn sér rétt til að selja viðkomandi dagsetningar öðrum aðila án frekari fyrirvara. Staðfesting bókunar skal vera skrifleg með tölvupósti. Eftir staðfestingu bókunar gilda skilmálar um breytingar á bókun (sjá neðar).

Fyrir eftirsóttar dagsetningar áskilur Úlfljótsvatn sér rétt til að fara fram á staðfestingargjald fyrir bókanir. Staðfestingargjald skal greiða innan 4 vikna frá forbókun og nemur 10-20% af heildarupphæð bókunar, eftir eðli bókunar. Staðfestingargjald er óafturkræft en greiðsla þess gengur upp í heildarupphæð bókunar.

• Greiðandi ber ábyrgð á gestum á sínum vegum á meðan á dvöl stendur. Úlfljótsvatn ber enga ábyrgð á slysum eða tjóni sem dvalargestir kunna að verða fyrir á meðan á dvöl stendur.

Ábyrgðarmaður skal tryggja að umgengni við eigur og umhverfi sé góð. Úlfljótsvatn áskilur sér rétt til að krefjast bóta ef slæm umgengni eða vítavert gáleysi leiðir til tjóns eða skemmda. Ábyrgðarmaður skal kynna meðfylgjandi umgengnisreglur fyrir gestum á hans vegum.

Allir gestir skulu taka til fyrir brottför og skilja við staðinn snyrtilegan. Gætið einnig að umgengni á útisvæði. Gestir í skála skulu taka lök af rúmum að dvöl lokinni og safna saman á einn stað. Gestir sem leigja skála án fæðis (vetrarleiga) þrífa skálana við brottför (sjá neðar).

Reikningur er sendur í heimabanka eftir leigu/komu. Eindagi er 15 dögum frá dagsetningu reiknings. Sé reikningur ekki greiddur á eindaga reiknast dráttarvextir á heildarupphæð.

 

Breytingar á bókun

Sé skálagisting/-leiga afpöntuð að hluta eða öllu leiti þegar minna en 8 vikur eru í dvöl greiðist hálft gjald fyrir viðkomandi bókun. Séu skálagisting/-leiga afpöntuð að hluta eða öllu leiti þegar minna en vika eða minna er í dvöl greiðist fullt gjald fyrir viðkomandi bókun.

Hópar sem koma í hópefli, dagskrá, mat og/eða skólabúðir þurfa að tilkynna endanlegan fjölda gesta ekki síðar en 7 dögum fyrir komu. Eftir það greiðist fullt gjald samkvæmt bókun. Komi fleiri en bókun segir til um bætist við gjald í hlutfalli við fjölda þeirra. Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að tryggja þjónustu, svefnplássi eða mat (eftir því sem við á) fyrir umframgesti sem ekki var bókað fyrir.

 Hafi hópur bókað dagskrá eða máltíð á ákveðnum tíma er reiknað með honum á þeim tíma. Vinsamlegast athugið að starfsfólk getur verið að sinna öðrum hópum eða verkefnum sama dag og því stundum erfitt að halda óbreyttri dagskrá ef hópurinn mætir seinna en samið er um. Hópar sem mæta seint gætu í þeim tilfellum fengið styttri dagskrá en bókuð var en greiða fullt gjald samkvæmt bókun.

Úlfljótsvatn áskilur sér rétt til að innheimta aukagjald fyrir hópa sem mæta meira en 30 mínútum eftir bókaðan tíma ef það leiðir til aukins kostnaðar fyrir Úlfljótsvatn, t.d. vegna yfirvinnu starfsmanna.

Breytingar á bókun þurfa að berast skriflega með tölvupósti.

 

Fæðuóþol/-ofnæmi, séróskir um mataræði

Gestir sem eru í mat á Úlfljótsvatni skulu tilkynna skriflega um fæðuóþol og -ofnæmi við bókun, sem og séróskir um mataræði. Berist upplýsingar seinna en 7 dögum fyrir komu er ekki hægt að tryggja að hægt sé að verða við þeim þörfum/óskum.

ATH! Sérstaklega skal taka fram ef um bráðaofnæmi er að ræða.

 

Dagskrá og tímasetningar

Flestir dagskrárliðir eru bókaðir í 75 mínútur í senn, nema um annað sé samið.

Almennt er miðað við að dagskrárliðir hefjist við upphaf dagskrárbils. Hægt er að óska eftir öðrum upphafstíma en á álagstímum getur verið erfitt að verða við þeim óskum.

 Í suma dagskrárliði er hámarksfjöldi í hvert dagskrárbil, t.d. 25 gestir í bogfimi, 25 í klifur, 25 í sig og 40 gestir í bátadagskrá.

 Dagskrárbil á Úlfljótsvatni eru sem hér segir:

Dagskrárbil 1: 09.30-10.45
Dagskrárbil 2: 11.00-12.15
Dagskrárbil 3: 13.00-14.15
Dagskrárbil 4: 14.30-15.45
Dagskrárbil 5: 16.15-17.30

 

Vetrarleiga (hópar sem eru ekki í fæði)

• Hópar sem leigja skála skulu þrífa þá vel samkvæmt gátlista fyrir brottför, ellegar bætist við þrifagjald. Upphæð þrifagjalds fer eftir umgengni en er aldrei lægra en 20.000 kr. fyrir hvern skála. (Sækja gátlista fyrir þrif hér.)

 

Umgengnisreglur á Úlfljótsvatni

  1. Við sýnum dýra- og plönturíki staðarins sérstaka virðingu og gætum þess að valda sem minnstu raski.
  2. Við sýnum svæðinu og eigum annarra virðingu.
  3. Við setjum allt rusl í rusla- og endurvinnslutunnur og -gáma.
  4. Við göngum ekki um inni á útiskóm.
  5. Við spörum orku og heitt vatn með því að skilja dyr og glugga ekki eftir opna að óþörfu, slökkvum á ljósum sem við erum ekki að nota og kyndum ofna ekki meira en þarf. Við látum vatn ekki renna að óþörfu.
  6. Notkun báta og klifurturns er stranglega bönnuð nema með leyfi starfsfólks Úlfljótsvatns, og þá aðeins með viðeigandi leiðsögn og öryggisbúnaði.

Tjaldsvæði

Sjáið umgengnisreglur fyrir tjaldsvæðið hér.