Skátarnir
Home Blog Síða 3

Fjölskyldutjaldsvæðið á Úlfljótsvatni er opið almenningi. Fyrir utan dagana 25. júlí til 2. ágúst (þegar hér verður haldið stórt, alþjóðlegt skátamót) er opið alla daga. Nóg er við að vera, því fyrir utan ægifagurt útsýni eru á staðnum leiktæki, íþróttavellir, gönguleiðir og fleira, auk þess sem opið er í báta, bogfimi og klifurturn á auglýstum tímum.

Nánari upplýsingar um dagskrá og viðburði á Fjölskyldutjaldsvæðinu á Úlfljótsvatni eru á Facebook-síðu Úlfljótsvatns: Smelltu hér til að skoða Facebook-síðu Úlfljótsvatns.

Smelltu hér til að skoða umgengnisreglur, verðskrá og aðrar upplýsingar.

Jæja, þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir: Dagskráin fyrir Útileguhelgi fjölskyldunnar er klár!

Laugardagur:
• 10.00-12.00 Bogfimi í Strýtunni
• 13.00-13.30 Kennsla í Gaga-bolta á Gaga-vellinum
• 14.00-14.30 Kennsla Frisbíbolfi við tjaldsvæðahliðið
• 14.30-16.00 Hjólabátar á bátatjörninni
• 16.00-18.00 Klifur í hæsta klifurturni landsins
• 20.00-21.00 Varðeldur

Sunnudagur:
• 10.00-12.00 Kajakar og kanóar á Úlfljótsvatni

Nánar um Útileguhelgi fjölskyldunnar hér.

Við minnum líka á að sömu helgi stendur yfir hátíðin Borg í sveit á vegum Grímsnes- og Grafningshrepps. Fjöldi aðila býður þá gestum og gangandi heim að skoða og prófa hitt og þetta. Sjá dagskrá Borg í sveit hér: http://www.gogg.is/borg-i-sveit-2017/