Skátarnir
Home Blog Síða 24

Nú er skráning hafin í sumarbúðir skáta.

Sumarbúðirnar bjóða upp á spennandi námskeið fyrir krakka á aldrinum 8-12 ára. Í sumar er einnig boðið upp á sumarbúðir fyrir unglinga 13-15 ára og sérstakar ADHD búðir fyrir unglinga á aldrinum 13-15 ár.

Takmarkað pláss er í sumarbúðunum svo það borgar sig að skrá sig sem fyrst.

Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar

Allt um sumarbúðirnar

Allir sem hafa komið á Úlfljótsvatn vita að það er vel geymdur gimsteinn. Í tilefni átaksins Leyndardómar Suðurlands ætlar Útilífsmiðstöðin að bjóða upp á Útieldunarnámskeið með miklum afslætti.

Boðið verður upp á spennandi námskeið þann 6. apríl þar sem að þátttakendur læra að kveikja eld og elda dýrindis krásir undir berum himni.

Skráning og frekari upplýsingar er að finna á vefnum okkar undir Dagskrá.