Skátarnir
Home Blog Síða 23

Það er komið vorveður á Úlfljótsvatni.

Við erum farin að huga að sumrinu hérna enda eru vorboðarnir að tínast í hús. Þar eigum við auðvitað við skólahópana sem koma í skólabúðir og vorferðir á Úlfljótvatn. Fuglarnir eru reyndar líka farnir að syngja fyrir okkur.

Núna er dagskrá maí og júní orðin ansi þétt hérna en þó er vafalítið hægt að koma nokkrum hópum í viðbót að í dagatalinu.

Skólahóparnir eru mjög fjölbreyttir, allt frá leikskólum upp í framhaldsskóla og þeir eru að koma í skólabúðir, útsriftarferðir og vorferðir.

Við erum orðin mjög spennt að sjá til þeirra enda er fátt skemmtilegara á þessum stað en að taka á móti öflugum hópi ungs fólks.

Við erum að sjálfsögðu með og bjóðum upp á skemmtilegt útieldunarnámskeið.

Góðgæti á hlóðum

Þátttakendur læra að kveikja eld og elda yfir honum. Þeir læra að baka brauð og kökur í „hollendingum“ (dutch oven) sem eru steypujárnspottar. Þeir læra líka að búa til hlóðakaffi og nota eldinn til að búa til einfalda og gómsæta rétti. Allir fá að borða á námskeiðinu og enginn fer svangur heim.

Námskeiðið fer fram úti þannig að allir þurfa að vera vel klæddir.

Skráning er hér

Námskeiðið verður haldið þann 6. apríl kl 13:00 er í boði á aðeins 3900 krónur í stað 7900 sem er fullt verð í tilefni Leyndardóma Suðurlands.

Leyndardómar Dagskrá allt Suðurland

Skráning er hérna á vefnum okkar í bókunarboxinu hér til hliðar.