Heim Uncategorized Opnað fyrir skráningu í Sumarbúðir skáta

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu í Sumarbúðir skáta fyrir sumarið 2017. Að þessu sinni verður prófað nýtt fyrirkomulag á sumarbúðunum og miðast það við að fjölskyldan komi saman í sumarbúðir. Þannig gefst tækifæri til að upplifa sameiginlegt ævintýri og búa til góðar minningar saman.

Dagskráin verður hins vegar með sígildu sniði, enda eru Sumarbúðir skáta frægar fyrir klifrið, bogfimina, bátana, hike-daginn og aðra fasta pósta sem hafa sumir notið vinsælda svo áratugum skiptir. Hér er því komið kærkomið tækifæri fyrir þá sem fóru í sumarbúðir á sínum yngri árum til að endurlifa ævintýrið og deila því með fjölskyldu sinni.

Sjá nánar á heimasíðu Sumarbúða skáta, www.sumarbudir.is

 

NO COMMENTS