Heim Uncategorized Landsliðið æfir á Úlfljótsvatni

Landsliðsæfing verður á Úlfljótsvatni helgina 17.-19. apríl.  Æfingin er fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða Úlfljótsvatns en þar læra þeir um marga af þeim þáttum sem að gera góða sjálfboðaliða. Farið verður í allt frá því hvernig á að slá inn í sjóðsvél yfir í hvernig á að bera sig að í klifurturninum. Verkefnin eru hugsuð til að gera sjálfboðaliðum og starfsfólki auðveldara að leggja sitt af mörgum á markvissan og skipulagðan hátt.

Með því að kenna öllum réttu handtökin er auðveldara að tryggja að gestir Úlfljótsvatns fái góða og örugga þjónustu.

Til að komast í landsliðið þarf að vera 15 ára eða eldri og áhugasamur um að leggja þitt af mörkum. Landsliðsmenn eru svo kallaðir til þegar þarf auka hendur í þau fjölmörgu verkefni sem að unnið er að á Úlfljótsvatni.

Skráning og frekari upplýsingar eru hér: http://ulfljotsvatn.is/dagskra/sjalfbodalidanamskeid-a-ulfljotsvatni/

Ef að þig langar að vera með en þú getur ekki mætt þessa helgi þá er hægt að skrá sig hér og fá fréttir af næstu námskeiðum:  Smelltu hér til að skrá þig í Landsliðið

NO COMMENTS