Heim Uncategorized Komdu og tjaldaðu hjá okkur

Úlfljótsvatn er eitt fallegasta tjaldsvæði landsins. Alltaf nóg pláss. Rafmagn á svæðinu ásamt fríum sturtum.

Allir eru velkomnir til okkar á Úlfljótsvatn enda hefur verið rekið hér almenningstjaldsvæði í 15 ár.

Dagskrá fyrir börnin um helgar. Þar er boðið upp á bogfimi, klifur í stærsta klifurturni landsins og auðvitað er bátaleigan opin ef að það viðrar vel til þess.

Svæðið er opið í allt sumar og við tökum vel á móti þér.

Frekari upplýsingar má fá á facebook síðunni okkar með því að smella hér

Svo skemmir ekki fyrir að þegar þú gistir í Undralandinu Úlfljótsvatni ertu að styðja við æskulýðsstarf í landinu.

Sjáumst í sumar!

NO COMMENTS