Heim Uncategorized Jólahlaðborð og jólastund fjölskyldunnar

Jólahlaðborð og jólastund fjölskyldunnar

Líkt og undanfarin ár bjóðum við upp á skemmtilega ævintýrastund að Úlfljótsvatni í tilefni þess að hátíð ljóss og friðar er á næsta leiti.

IMG_5056Gamanið hefst kl. 15.00 með piparkökubakstri og föndurstund. Kl. 15.45 verður boðið upp á gönguferð og leiki í skóginum okkar. Síðan verður notaleg stund við eldinn; rjúkandi hátíðarkakó og jólasveinapönnukökur, auk þess sem hægt er að smakka á piparkökubakstri dagsins.

Borðhald hefst svo klukkan 18.00, þegar glæsileg jólahlaðborð verður framreitt. Sérstök áhersla er lögð á að allir í fjölskyldunni finni eitthvað við sitt hæfi.

Að sjálfsögðu mun jólasveinninn reka inn trýnið og spjalla við börnin. Hann er öllum hnútum kunnugur á Úlfljótsvatni og mun án efa eiga góða stund með ungum og öldnum.Aðventuhátíð 2

Hægt verður að fara upp í hlíðar Úlfljótsvatnsfjalls og höggva jólatré og taka með heim gegn vægu gjaldi.

Auk þess sem hér er upp talið verður meðal annars boðið upp á æsispennandi eplabogfimi þar sem vinningshafinn fær möndlugjöf. Láttu aðventuna hefjast á notalegri samverustund með fjölskyldu og vinum.

MATSEÐILL JÓLAHLAÐBORÐS:

Forréttir:
Síld 2 tegundir (karrýsíld og jólasíld)
Sjávarréttapaté með hvítlaukssósu
Villibráðarkæfa með gurkins og rifsberjahlaupIMG_5029
Grafinn lax með sinnepdillsósu
Grafið lamb með pipparrótarsósu
Krakkasúpa og nýbakað brauð

Aðalréttir:
Kalt hangikjöt með laufabrauði
Gljáð jólaskinka
Brakandi stökk grísarifjasteik (purusteik)
Kryddmarinerað lambalæri með Bearnisesósu
Koktelpylsur og krakkakjötbollur

Meðlæti:
Kartöflusalat, eplasalat, sykurbrúnaðar kartöflur, heimalagað rauðkál, grænar baunir, rauðvínssósa, uppstúf, rúgbrauð, brakandi ferkst salat

Eftirréttir:
Ris a la Mande (jólagrautur) með kirsuberjasósu
Sherry frómas
Volg súkkulaðiterta

IMG_5076

Verð:
0-5 ára: frítt
6-12 ára: 3.900 kr.
13 ára og eldri: 7.900 kr.

Dagar í boði:IMG_2190
28. nóvember – Lokið
29. nóvember – Lokið
5. desember – Uppselt
6. demember – Örfá pláss laus

Smelltu hér til að skrá þig og þína

NO COMMENTS