Heim Uncategorized Jólahlaðborð og jólastund fjölskyldunnar

Eins og undanfarin ár býður Úlfljótsvatn um á glæsilegt jólahlaðborð á aðventunni 2016. Í ár geta gestir valið á milli þess að koma á sunnudögum í hlaðborðið eitt og sér eða koma á laugardögum og njóta jólastundar með fjölskyldunni áður en borðhald hefst.

Aðventuhátíð 2Laugardagar: Jólastund og jólahlaðborð
Gamanið hefst klukkan 15.00 með piparkökubakstri og föndurstund. Eftir það verður haldið út þar sem í boði verður rjúkandi hátíðarkakó við eldinn og sérstakar jólasveinapönnukökur. Loks geta áhugasamir spreytt sig í eplabogfimi, þar sem sigurvegarinn fær möndlugjöf að launum. Hver veit líka nema við sjáum jólasveini bregða fyrir?

Borðhald hefst svo klukkan 18.00.

Dagsetningar: 26. nóvember (ÖRFÁ SÆTI LAUS), 3. desember (ÖRFÁ SÆTI LAUS) og 10. desember:
Verð:
0-5 ára: Frítt
6-12 ára: 3.900 kr.
13 ára og eldri: 7.900 kr.

img_3843Sunnudagar: Jólahlaðborð
Borðhald hefst kl. 18.00. Í boði er glæsilegt hlaðborð í jólalegu umhverfi. Eftir góðar viðtökur á fjölskyldujólahlaðborði okkar undanfarin ár viljum við nú líka bjóða upp á viðburð sem hentar kannski betur fyrir þá sem eru ekki með ung börn. Yfirbragðið verður því aðeins rólegra og við sitjum lengur fram eftir kvöldi. Tilvalið fyrir þá sem þurfa ekki að fara í háttinn uppúr átta.

Dagsetningar: 27. nóvember, 4. desember og 11. desember.
Verð: 7.390 kr.

MATSEÐILL JÓLAHLAÐBORÐS:
(Eins á laugardögum og sunnudögum, með fyrirvara um minniháttar breytingar):

FORRÉTTIR
Síld 2 tegundir (karrýsíld og jólasíld)
Sjávarréttapaté með hvítlaukssósu
Villibráðarkæfa með gurkins og rifsberjahlaup
Grafinn lax með sinnepdillsósu
Grafið lamb með pipparrótarsósu
Krakkapitsur

AÐALRÉTTIR
Kalt hangikjöt með laufabrauði
Gljáð jólaskinka
Brakandi stökk grísarifjasteik (purusteik)
Kryddmarinerað lambalæri með Bearnisesósu
Kokteilpylsur og krakkakjötbollur

MEÐLÆTI
Kartöflusalat, eplasalat, sykurbrúnaðar kartöflur, rauðkál, grænar baunir, rauðvínssósa, uppstúf, rúgbrauð, brakandi ferkst salat

EFTIRRÉTTIR
Ris a la Mande (jólagrautur) með kirsuberjasósu
Sherry frómas
Volg súkkulaðiterta

Með matnum verður vatn og gosdrykkir en kaffi og te með eftirréttum.

Tryggðu þér pláss!
Skráning fer fram í netfanginu elin@skatar.is. Um 40 sæti eru í boði hvert kvöld. Greitt er á staðnum.

Hlökkum til að sjá ykkur!

IMG_5077

NO COMMENTS