Heim Uncategorized Jóhannes Páll páfi II dýrlingur

Í dag er Jóhannes Páll páfi II tekin í dýrlingatölu í Vatíkaninu. Páfi kom í heimsókn til Íslands árið 1989 og messaði meðal annars við Landakot. Þar blessaði hann forláta kross sem að hafði verið fluttur frá Póllandi og færði hann íslenskri æsku. Krossinn er núna við Úlfljótsvatn og hefur vakað þar yfir æskulýðsstarfi skáta og annara.

Eins og alltaf eru gesti velkomnir að Úlfljótsvatni til þess að bera krossinn augum og njóta náttúru og nágrennis skátamiðstöðvarinnar.

Hér má sjá mynd af krossinum við Landakot, myndin er úr DV. Til að lesa fréttina er hægt að smella á myndina.

pafi

 

Gunnar Eyjólfsson, leikari og skátahöfðingi, hafði veg og vanda að komu krossins en það má lesa viðtal við hann úr MBL með því að smella hérna.

Messu Páfa frá þessum degi má finna hérna.

NO COMMENTS