Heim Forsíðubox Hópefli fyrir þinn hóp!

Skemmtum okkur saman!

Það hefur sýnt sig að góður, samheldinn hópur þar sem einstaklingarnir innan hópsins þekkja hvorn annan vel og treysta hvor öðrum eykur afköst og árangur fyrirtækja. En frábærir einstaklingarnir verða ekki sjálfkrafa að frábærum hópi.

Til að efla hópa innan fyrirtækja, hrista saman nýja hópa eða þétta hópa sem unnið hafa saman áður, er nauðsynlegt að fara öðru hvoru í nýtt umhverfi og vinna saman öðruvísi verkefni sem gera aðrar kröfur en á venjulegum vinnudegi. Verkefni sem eru skemmtileg og hvetjandi, skapa samkennd og koma hópnum til að brosa og kynnast betur.

En þó að hópeflið sé góð skemmtun felur það einnig í sér mikilvægan ávinning fyrir hópinn og fyrirtækið. Til þess að ná sem bestum árangri sérsníðum við hópeflið að hverjum hópi eftir óskum og þörfum hvers og eins.

Úlfljótsvatn er einungis í um klukkustundarfjarlægð frá Reykjavík og getur þjónustað fyrirtækið þitt með allt sem þarf til að gera hópeflið skemmtilegt og spennandi.

 

Dæmi um hópefli og hvataferðir

Hópefli –  Áskorunin

Hópurinn kemur til okkar upp úr hádegi. Fjörið byrjar á upphitun þar sem allir eru saman. Að upphitun lokinni er skipt í hópa og hóparnir fara á mismunandi stöðvar þar sem unnin eru mismunandi verkefni sem reyna á samvinnu og áræðni. Dæmi um verkefni eru t.d. klifur í hæsta klifurturni landsins og kayakverkefni á vatninu.

Að hópeflinu loknu er kvöldmatur og skemmtun fram eftir kvöldi.
Hvataferð – Vatnarallý
Hér reynir á róðrarhæfileikana í hópnum. Þaulreyndir starfsmenn Úlfljótsvatns byrja daginn á að kenna keppendum réttu kanó handtökin. Þegar búið er að prufu sigla kanóunum hefst leikurinn. Hópnum er skipt í lið þar sem hvert lið á að róa út á vatn, en hver hópur þarf að koma mikilvægum gögnum í næstu vík. Gögnunum er skilað og verkefni leyst og svo róa keppendur aftur að bryggju. Keppendur verða að reyna að komast fram og til baka án þess að blotna. Oft getur það verið erfiðara en sýnist sérstaklega þegar reglurnar í leiknum eru að það eru engar reglur.

 

Möguleikarnir eru endalausir.

Bókanir og frekari upplýsingar fást hjá Guðrúnu Ásu dagskrárstjóra.

NO COMMENTS

Leave a Reply