Heim Forsíðubox Frábært umhverfi

Á Úlfljótsvatni hafa skátarnir komið upp glæsilegu tjaldsvæði sem almenningi býðst að nýta sér. Áhersla er lögð á fjölskyldufólk og að bjóða upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir yngri kynslóðina. Mikið er um allskonar leiktækjum og aðstaðan sérstaklega góð. Sem dæmi um afþreyingu í boði er bátar, þrautabraut, klifurturn, fótboltavöllur, blakvöllur, folfvöllur, leiktæki og svona mætti lengi telja. Uppbyggingin á svæðinu hefur verið mjög mikil undanfarin ár og öll aðstaða er til fyrirmyndar.

Endilega kíkið á Facebook síðu Úlfljótsvatns og sjáið hvaða dagskrá er í boði um næstu helgi.

Útilífsmiðstöðin er staðsett við Úlfljótsvatn í Grímsnes- og Grafningshreppi, skammt frá Ljósafossvirkjun, u.þ.b. 50 km frá Reykjavík. Frá Reykjavík eru tvær megin akstursleiðir. Annars vegar Nesjavallaleið þar sem ekið er yfir Hengilinn og framhjá Nesjavöllum þangað til að komið er að Úlfljótsvatni. Hins vegar er ekið yfir Hellisheiði að Selfossi þar sem haldið er til norðurs í átt að Þingvöllum þangað til að komið er að Ljósafossvirkjun þá er tekin vinstri beygja í átt að Úlfljótsvatni.

Aðstaðan fyrir tjaldsvæðisgesti er mjög góð. Stórar og góðar flatir við vatnið með rafmagnspóstum. Veiðileyfi er innifalið í gistigjaldi og geta gestir því veitt sér ferskan silung á grillið og á meðan geta krakkarnir leigt hjólabáta eða leikið sér í þeim ótal leiktækjum sem eru á svæðinu. Víðs vegar um svæðið eru grill og bekkir sem gestir geta nýtt sér. Í þjónustumiðstöðinni er hægt nálgast allar helstu upplýsingar og kaupa sér helstu nauðsynjar.

Gestir geta alltaf komið í þjónustuhúsið og notað gestaeldhúsið sem þar er ásamt borðum og stólum. Hreinlætis- og snyrtiaðstaða er öll til fyrirmyndar á svæðinu. Á þjónustusvæðinu er nýlegt 10 sturtu sturtuhús sem er með heitu vatni og opið tjaldgestum. Þá er fjöldinn allur af snyrtihúsum um svæðið með vatnssalernum og utanáliggjandi hreinlætisaðstöðu til að þvo upp mataráhöldin. Það er því leikur einn að halda sér og fjölskyldunni hreinum og snyrtilegum jafnvel þó dvalið sé í tjöldum og börnin verða óhrein í ati dagsins.

Verð fyrir 16 ára og eldri: 1.200 kr.
Frítt fyrir börn undir 16 ára
Rafmagn: 700 kr
Innifalið í gjaldi er aðgangur að heitum sturtum, útigrillum, þjónustuhúsi og veiði í vatninu.

Verðið miðast við að greitt sé í hliði eða þjónustumiðstöð.

Síðan er um að gera að fara á Facebook síðu Úlfljótsvatns og sjá hvað er að gerast þessa stundina á Úlfljótsvatni.

Tjaldsvæðið er opið frá 15. maí til 15. september.

NO COMMENTS

Leave a Reply