Heim Uncategorized Fjölskyldan á Úlfljótsvatn um Verslunarmannahelgina

Eins og fyrri ár verður Fjölskylduhátíðin haldin á Úlfljótsvatni um Verslunarmannahelgina. Mikið verður um að vera fyrir unga fólkið og þeir sem eldri eru finna líka eitthvað sitt við hæfi. Lögð er áhersla á að hátíðin sé fyrir fjölskyldufólk.

Boðið er upp á dagskrá alla dagana með áherslu á föstudag, laugardag og sunnudag. Dagskrá er einnig í boði fimmtudag og mánudag en hún er aðeins léttari í sniðum.

Meðal þess sem er í boði er: Hoppukastalar, bátar, flekagerð, fótboltagolf, frisbígolf, stærsti klifurturn landsins, kvöldvökur, leikhópurinn Lotta kemur í heimsókn, föndurstund með skátaforingjum, bananleikurinn sívinsæli fyrir yngstu krakkana, bogfimi og margt fleira

Dagskrárpassi sem gildir í alla dagskrá yfir helgina kostar 2.500 kr. en einnig er hægt að fá miða í staka dagsrkárliði fyrir 300 – 1.000 kr.
Sýning leikhópsins Lottu er innifalin í dagskrárpassa. Miði á sýninguna kostar 1.000 kr. fyrir þá sem eru ekki með dagskrárpassa.

Börn og fullorðnir greiða sama verð í dagskrá.
Tjaldsvæði fyrir fullorðna er á 1.400 kr. fyrstu tvær næturnar, 1.300 kr. fyrir þriðju nóttina og 1.200 kr. fyrir fjórðu nóttina.
Börn 15 ára og yngri gista frítt á tjaldsvæði.

Rafmagn er á 1.000 kr. nóttin fyrir hvert hýsi/tjald.

Dagskráin kemur hér á síðuna fljótlega. Einnig er hægt að fylgjast með á Facebooksíðu Úlfljótsvatns.

NO COMMENTS