Heim Uncategorized Fáðu réttindi sem dagskrárleiðbeinandi á Úlfljótsvatni!

Réttindanámskeið Úlfljótsvatns kenna skátum að stýra hluta af þeirri dagskrá sem er í boði í Útilífsmiðstöðinni. Námskeiðin eru opin fyrir alla skáta sem eru 15 ára og eldri, en til að fá réttindi til að stjórna dagskrá þarf viðkomandi að hafa náð 18 ára aldri. Endurnýja þarf réttindin á tveggja ára fresti.

Þeir skátar sem hafa réttindi til að stjórna dagskrá geta gert það, t.d. í félagsútilegu, og borgar félagið þá mun lægra gjald fyrir afnot af dagskrárafstöðu (bogfimi, klifur og bátar) en ef kaupa þarf leiðbeinendur frá Úlfljótsvatni. Það er því til mikils að vinna fyrir félög að hafa gilda dagskrárstjórnendur á sínum snærum, fyrir utan að námskeiðin eru gagnleg og skemmtileg fyrir skáta sem hafa áhuga á reynslu sem útivistarleiðbeinendur.

Í vor eru tvö námskeið í boði:

• 25.-26. mars: Bogfimi og eldað fyrir hópa.
Lærðu að nota stórt eldhús, plana máltíðir og töfra fram dýrindis mat fyrir skáta eða aðra hópa. Einnig kynnist þú grunnatriðum í bogfimi, lærir að undirbúa bogfimidagskrá og stýra henni á öruggan og skemmtilegan hátt.
Námskeiði byrjar kl. 18.00 á laugardegi og stendur til 17.00 á sunnudegi. Matur er innifalinn og kostnaður aðeins 3.900 kr. á mann.

• 29.-30. apríl: Klifur og bátar.
Lærðu að umgangast mismunandi báta, sigla öryggisbát, gæta að öryggisatriðum, bjarga úr vatninu og fleira. Klifurturninn er líka tekinn fyrir, munurinn á sjálfvirkri fallvörn og ofanvaðli og hvernig maður stýrir klifurdagskrá á öruggan og skemmtilegan hátt.
Námskeiðið byrjar kl. 13.00 á laugardegi og stendur til 17.00 á sunnudegi. Matur er innifalinn og kostnaður aðeins 3.900 kr. á mann.

Skráning og upplýsingar hjá Elínu Esther í elin@skatar.is

 

NO COMMENTS