Skátarnir
Home Uncategorized

Undanfarið hefur starfsfólk Úlfljótsvatns verið á faraldsfæti. Starfmenn fóru í kynningarferð til Bandaríkjanna í lok janúar þar sem að markmiðið var að kynna starfsemi Úlfljótsvatns fyrir Bandarískum skátum. Ferðin tókst mjög vel og viðtökur skátanna voru framar vonum.

Verkefnið er styrkt af SASS.

Þá fóru starfsmenn í heimsókn í skátamiðstöðina Larch Hill á Írlandi. Ferðin var farin í tengslum við verkefni 5 skátamiðstöðva um bætt verklag. Verkefnið er leitt af Útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni og felur í sér heimsóknir til Írlands, Danmerkur, Svíþjóðar, Bretlands og svo hingað til Íslands.

Verkefnið er styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins.

Hvað svo? Þegar jólasteikin og fjölskylduboðin eru búin, hvað gera dróttskátar þá? Jú, þeir flykkjast á Úlfljótsvatn!

Dróttskátaútilegan „Á norðurslóð“ fer fram dagana 28.-30. desember og er opin öllum dróttskátum. Stemmningin er afslöppuð og skemmtileg, en að þessu sinni verður dagskráin út frá þemanu „þú ræður“.

Skráning fer fram á viðburðaskráningarvefnum.

Pakkaðu í vatnsheldann bakpoka hvað þetta verður skemmtilegt!