Heim Uncategorized Á norðuslóð – kvikmyndir og kvikmyndagerð milli jóla og nýjárs

Á norðurslóð verður haldið dagana 27.-29. Desember líkt og undanfarin ár. Á Norðurslóð er fyrir drótt-, og rekkaskáta. Tilvalið að koma og vera með öðrum skátum þegar þú ert búin að fá nóg af því að hanga heima.

Í ár verður boðið upp á slakandi útilegu með myndbandaþema. Þátttakendur fá aðstoð og fræðslu um myndbandagerð frá öðrum ungum myndbandasnillingum og tækifæri til að búa til sína eigin video.

Ef þú hefur ekki áhuga á myndbandagerð þá er samt hægt að koma og chilla. Öll dagskrá er valfrjáls.
Þátttakendur læra grunnatriði í myndbandagerð ásamt því að setja myndbandið sitt inn á miðla eins og Youtube og Vimeo en áhersla er á einfalda myndbandagerð og myndvinnslu s.s. myndbönd tekin með snjallsímum eða vélum eins og Go-pro.
Þátttökugjaldið er 11900 auk rútukostnaðar fyrir þá sem það kjósa upp á 2000 krónur. Innifalið í því er allt sem þarf, gisting og matur ásamt kennslu.

Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér eigin tölvur, myndvélar eða önnur tæki sem að geta tekið upp video. Athygli er þó vakin á því að engin ábyrgð er tekin á þessum tækjum frekar en öðrum búnaði þátttakenda.
Við byrjum klukkan 14:00 (rútan fer frá Skátamiðstöðinni klukkan 13:00) sunnudaginn 27. og komum heim klukkan 14:00 þriðjudaginn 29. des.

ATH. Mikilvægt er að þeir sem ætla að nýta rútuna skrái sig í hana í skráningunni.

Skráðu þig hér

NO COMMENTS