Skátarnir
Home Archives 2017 maí

Monthly Archives: maí 2017

Jæja, þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir: Dagskráin fyrir Útileguhelgi fjölskyldunnar er klár!

Laugardagur:
• 10.00-12.00 Bogfimi í Strýtunni
• 13.00-13.30 Kennsla í Gaga-bolta á Gaga-vellinum
• 14.00-14.30 Kennsla Frisbíbolfi við tjaldsvæðahliðið
• 14.30-16.00 Hjólabátar á bátatjörninni
• 16.00-18.00 Klifur í hæsta klifurturni landsins
• 20.00-21.00 Varðeldur

Sunnudagur:
• 10.00-12.00 Kajakar og kanóar á Úlfljótsvatni

Nánar um Útileguhelgi fjölskyldunnar hér.

Við minnum líka á að sömu helgi stendur yfir hátíðin Borg í sveit á vegum Grímsnes- og Grafningshrepps. Fjöldi aðila býður þá gestum og gangandi heim að skoða og prófa hitt og þetta. Sjá dagskrá Borg í sveit hér: http://www.gogg.is/borg-i-sveit-2017/