Skátarnir
Home Archives 2017

Yearly Archives: 2017

Eftir lokun síðustu vikna er útilífsmiðstöðin opin á ný. Nýr hópur alþjóðlegra sjálboðaliða hefur hafið störf og hinar sívinsælu skólabúðir eru komnar á fullt skrið. Framundan er haust með pakkaðri dagskrá; hópefli, fleiri skólabúðir, ráðstefna leiðtoga í skátastarfi, vetrarskátamót og margt fleira.

Tjaldsvæðinu hefur þó verið lokað fyrir veturinn. Við þökkum fyrir frábært sumar!

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni verður lokað tímabundið, eða í þrjár vikur, frá og með miðvikudeginum 16. ágúst. Haft verður samband við hópa sem eiga bókaða þjónustu. Stefnt er á að opna aftur í kringum 6. september.