Skátarnir
Home Archives 2017

Yearly Archives: 2017

Eftir lokun síðustu vikna er útilífsmiðstöðin opin á ný. Nýr hópur alþjóðlegra sjálboðaliða hefur hafið störf og hinar sívinsælu skólabúðir eru komnar á fullt skrið. Framundan er haust með pakkaðri dagskrá; hópefli, fleiri skólabúðir, ráðstefna leiðtoga í skátastarfi, vetrarskátamót og margt fleira.

Tjaldsvæðinu hefur þó verið lokað fyrir veturinn. Við þökkum fyrir frábært sumar!

 

Það verður mikið fjör um Verslunarmannahelgina á Úlfljótsvatni og þar verður fjölskyldan í fyrirrúmi.

Allir eru eins og alltaf velkomnir á tjaldsvæðið og engin þörf á að vera skáti til að geta notið sín. Leikhópurinn Lotta, bogfimi, bátar, klifurturn, vatnasafarí, hoppukastalar, folf, varðeldar og skátasmiðjur er meðal þess sem er í boði. Hægt er að kaupa sérstök dagskrárarmbönd sem gilda alla helgina. Þau kosta 2.500 kr. fyrir alla helgina en einnig er hægt að kaupa í einstaka dagskrárliði.

Þá verður sérstakur bananaleikur í gangi fyrir yngstu krakkana á tjaldsvæðinu alla helgina en þar eru krakkarnir hvattir til að leysa hin ýmsu verkefni eins og t.d. að teikna mynd af Úlfljótsvatni, búa til blómvönd, spreyta sig í þrautabraut eða hjálpa til við kvöldmatinn. Þegar þau hafi lokið 12 af 16 mögulegum verkefnum fá þau gefins litla gjöf og banana í þjónustumiðstöð. Bananaleikurinn er innifalinn í tjaldsvæðisgjaldi.

Úlfljótsvatn er fjölskyldutjaldsvæði

„Við viljum taka það sérstaklega fram að Úlfljótsvatn er fjölskyldutjaldsvæði hugsað fyrir fjölskyldufólk og hér er kyrrð á svæðinu frá miðnætti“, segir Guðmundur Finnbogason, framkvæmdastjóri Úlfljótsvatns, og áréttar að ölvun sé ekki leyfileg á svæðinu þó að mönnum sé velkomið að fá sér vínglas með matnum.

Á liðnum árum hefur aðstaðan á Úlfljótsvatni byggst upp, bæði afþreying sem og hreinlætisaðstaða. Tjaldsvæðið er öllum opið og allir velkomnir. Frítt er að gista fyrir 15 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.

Dagskráin verður sem hér segir (með fyrirvara um breytingar):

Fimmtudagur 3. ágúst
16:00-21:00 Frítt kaffi í þjónustuhúsi á meðan fólk kemur sér fyrir

Föstudagur 4. ágúst
13:00-15:00 Bogfimi
13:00-15:00 Klifurturn
16:00-17:00 Myndapóstaleikur um svæðið
16:00-23:30 Frítt kaffi í þjónustuhúsi á meðan fólk kemur sér fyrir

Laugardagur 5. ágúst:
10:00-12:00 Hoppukastalar
11:00-12:00 Myndapóstaleikur
11:00-12:00 Fótboltagolf kennsla
13:00-15:00 Bátar á vatninu, hjólabátar á bátatjörn
13:00-15:00 Bogfimi
14:00-16:00 Opið hús í Gilwell-skálanum 
16:00-17:00 Barnavarðeldur
16:00-17:00 Folf kennsla og Gaga-bolti
16:00-18:00 Poppað á opnum eldi
17:00-18:00 Klifurturn
21:00-22:00 Varðeldur að skátasið

Sunnudagur 6. ágúst:
10:00-12:00 Hoppukastalar
10:00-12:00 Bátar á vatninu, hjólabátar á bátatjörn
13:00-15:00 Klifurturninn
13:00-14:00 Hnútakennsla 
14:00-16:00 Opið hús í Gilwell-skálanum
14:00-16:00 Skátasmiðja (efniskostnaður ekki innifalinn í dagskrárgjaldi)
15:00-16:00 Vatnasafarí
17:00 Leikhópurinn Lotta
21:00-22:00 Varðeldur að skátasið

Mánudagur 7. ágúst:
10:00-12:00 Hoppukastalar
10:00-12:00 Bogfimi
13:00-15:00 Bátar á vatninu
13:00-15:00 Klifurturninn

Dagskrárpassi sem gildir í alla dagskrá yfir helgina kostar 2.500 kr. en einnig er hægt að fá miða í staka dagsrkárliði fyrir 300 – 1.000 kr.
Sýning leikhópsins Lottu er innifalin í dagskrárpassa. Miði á sýninguna kostar 1.500 kr. fyrir þá sem eru ekki með dagskrárpassa.

Börn og fullorðnir greiða sama verð í dagskrá.
Tjaldsvæði fyrir fullorðna er á 1.500 kr. fyrstu tvær næturnar, 1.400 kr. fyrir þriðju nóttina og 1.300 kr. fyrir fjórðu nóttina.
Börn 15 ára og yngri gista frítt á tjaldsvæðinu í fylgd með fullorðnum.

Rafmagn er á 1.000 kr. nóttin fyrir hvert hýsi/tjald.