Skátarnir
Home Archives 2016

Yearly Archives: 2016

Úlfljótsvatn í samstarfið við SNÚ heldur Útinámsráðstefnu á Úlfljótsvatni dagana 17. og 18. september 2016. Ráðstefnan er fyrir allt skólafólk sem hefur áhuga á útikennslu sem og aðra. Allir eru velkomnir. Fjölmörg erindi verða í boði ásamt verklegum smiðjum. Fyrirlesarar og leiðbeinendur eru frá Íslandi, Englandi, Pólandi, Tékklandi og Slóveníu. Gestir ráðstefnunnar geta komið annan eða báða dagana. Ráðstefnugjaldið verður 3000 krónur fyrir annan daginn eða 5000 fyrir báða. Innifalið í því eru allar smiðjur og fyrirlestrar, léttur hádegisverður báða dagana og kaffi á meðan á ráðstefnunni stendur.
Frekari dagskrá verður kynnt fljótlega.
Sala miða fer af stað fljólega.

Frekari upplýsingar verða birtar á facebook síðu viðburðarins: https://www.facebook.com/events/1799084673643398/

Þann 10. – 12. júní næstkomandi býður Úlfljótsvatn í útilegu. Þá verður fyrsta fjölskylduhelgin haldin en markmið hennar er að hvetja fjölskyldur til jákvæðrar samveru í náttúrunni. Í tilefni af þessu verður gestum tjaldsvæðisins boðin gisting og dagskrá án endurgjalds. Það þarf því ekkert að gera nema mæta og vera með.

Meðal þess sem verður í boði er hefðbundin dagskrá eins og bogfimi, klifurturn og bátaleiga auk þess sem að gestir geta prófað nýjan fótboltagolfvöll staðarins og leikið sér í leiktækjunum á svæðinu. Á Úlfljótsvatni er fjöldi afþreygingarmöguleika og engum á að þurfa að leiðast.

Starfsfólkið býður einnig upp á leikjakennslu fyrir unga og gamla og veitir leiðsögn í gönguferðum um svæðið. Veiði í vatninu er að sjálfsögðu innifalin eins og venjulega. Hoppukastalarnir verða einnig dregnir fram svo að yngsta fólkið fái eitthvað að gera.

Dagskránna er að finna á facebook síðu Útilífsmiðstöðvarinnar. Þú finnur hana með því að smella hér.

Rafmang er á tjaldsvæðinu en greiða þarf fyrir það samkvæmt verðskrá.