Skátarnir
Home Archives 2016 mars

Monthly Archives: mars 2016

Útilífsmiðstöðin býður áhugasömum skátum að koma á réttindanámskeið. Námskeiðin taka á mismunandi hlutum bæði í dagskrá og í þjónustu við gesti staðarins. Þau gefa þátttakendum t.d. réttindi til að stjórna klifurturninum, bátunum og bogfiminni að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Aðeins þeir sem að hafa lokið þessum námskeiðum geta stýrt dagskrá á vegum Úlfljótsvatns og nýtt búnað staðarins t.d. fyrir sitt skátafélag. Það er því mikilvægt að félögin sendi þátttakendur á námskeiðin þar sem að það getur sparað þeim töluverða peninga þegar þau koma á Úlfljótsvatns og gerir dagskránna þeirra mun fjölbreyttari.

Námskeiðin eru einnig forkrafa fyrir þá skáta sem að koma að sumarvinnu á Úlfljótsvatni sem starfsmenn eða sjálfboðaliðar.

Námskeiðin kosta 3900 hvora helgi en farið er í mismunandi áhersluatriði hvora helgi.

16.-17. apríl

Bátar og klifurturn.

Þátttakendur læra að stýra bátadagskrá og öryggisbátum Úlfljótsvatns í bátahlutanum. Í Klifurhlutanum læra þátttakendur að stýra dagskrá í klifurturni, tryggja rétt og bjarga í neyð.

Námskeiðið gefur réttindi til að stýra dagskrá á bátum og í klifurturni í tvö ár áður en taka þarf námskeið aftur.

23.-24. apríl

Skyndihjálp, eldað fyrir hópa 1 og 2 og Bogfimi

Þátttakendur læra skyndihjálp hjá skyndihjálparleiðbeinanda frá Landsbjörgu/RKÍ. Eldað fyrir hópa fer yfir þau atriði sem að þarf að kunna skil á í eldhúsinu sem og einfaldar uppskriftir. Bogfiminámskeiðið fer yfir reglur er varða bogfimina og hvernig við stöndum að dagskrá henni tengdri.

Þeir sem ljúka þjálfuninni og eru eldri en 18 ára fá réttindi til að stýra viðkomandi dagskrá á Úlfljótsvatni t.d. í félagsútilegu. Þeir geta einnig farið á útkallslista Úlfljótsvatns sem að er notaður þegar vantar auka starfsfólk.
Aðeins þeir sem að hafa lokið viðkomandi námskeiði geta leigt búnað Úlfljótsvatns.
Réttindin gilda í tvö ár.

Námskeiðin kosta 3900 fyrir báða dagana. Allur matur er innifalinn.
Þátttakendur koma sér sjálfir á Úlfljótsvatn.
Skyndihjálparskýrteini fæst gegn aukagjaldi sem að rennur til RKÍ.

Skráning er á viðburðarskráningu BÍS eða með því að smella hér.