Skátarnir
Home Archives 2015

Yearly Archives: 2015

Þann 15. mars 2015 opnar fyrir skráningu í sumarbúðir skáta. Um leið opnar nýr vefur sumarbúðanna formlega. Veffangið er www.sumarbudir.is  Þar verður hægt að finna allar upplýsingar um sumarbúðirnar og skrá þátttakendur til leiks.

Áhugasömum er bennt á að skrá sem fyrst þar sem að takmarkað pláss er í boði.

Eins og undanfarin ár verður boðið upp á sumarbúðir fyrir 8-10 ára, 10-12 ára og 13-15 ára.

Sjáumst í sumar

Undanfarið hefur starfsfólk Úlfljótsvatns verið á faraldsfæti. Starfmenn fóru í kynningarferð til Bandaríkjanna í lok janúar þar sem að markmiðið var að kynna starfsemi Úlfljótsvatns fyrir Bandarískum skátum. Ferðin tókst mjög vel og viðtökur skátanna voru framar vonum.

Verkefnið er styrkt af SASS.

Þá fóru starfsmenn í heimsókn í skátamiðstöðina Larch Hill á Írlandi. Ferðin var farin í tengslum við verkefni 5 skátamiðstöðva um bætt verklag. Verkefnið er leitt af Útilífsmiðstöðinni á Úlfljótsvatni og felur í sér heimsóknir til Írlands, Danmerkur, Svíþjóðar, Bretlands og svo hingað til Íslands.

Verkefnið er styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins.