Skátarnir
404 Error - page not found
We're sorry, but the page you are looking for doesn't exist.
You can go to the homepage

OUR LATEST POSTS

Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni auglýsir eftirfarandi lausar stöður.

Tjaldvörður

Verkefni tjaldvarðar:
• Umsjón með tjaldsvæði Útilífsmiðstöðvarinnar.
• Ber ábyrgð á innkaupum fyrir tjaldmiðstöðina.
• Skipuleggur þrif tjaldsvæðis í samráði við Staðarhaldara.
• Önnur tilfallandi verkefni.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sambærilegum verkefnum, sé sveigjanlegur og jákvæður í samskiptum.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. maí eða fyrr ef þess er kostur.
Umsóknir skulu sendar til ulfljotsvatn@skatar.is fyrir 12. apríl.

Matráður

Verkefni matráðs:
• Stjórnun eldhúss og matreiðslu fyrir allt að 100 manns.
• Ber ábyrgð á innkaupum fyrir eldhús og þrif.
• Skipuleggur þrif húsnæðis í samráði við Staðarhaldara.
• Önnur tilfallandi verkefni.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sambærilegum verkefnum, sé sveigjanlegur og jákvæður í samskiptum.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. maí eða fyrr ef þess er kostur.
Umsóknir skulu sendar til ulfljotsvatn@skatar.is fyrir 12. apríl.

Sumarstarfsmenn

Verkefni sumarstarfsmanna:
•Aðstoð í eldhúsi
• Þrif
• Garðvinna
• Vinna við tjaldsvæði
• Vinna við dagskrá staðarins.

Umsækjendur þurfa að vera 18 ára eða eldri.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af vinnu með börnum (reynsla af skátastafi er góð en ekki nauðsynleg).
Þeir þurfa að vera virkir og jákvæðir og tilbúnir að taka að sér fjölbreytt verkefni.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 25. maí eða fyrr ef þess er kostur.
Umsóknir skulu sendar til ulfljotsvatn@skatar.is fyrir 30. apríl.

Eftir lokun síðustu vikna er útilífsmiðstöðin opin á ný. Nýr hópur alþjóðlegra sjálboðaliða hefur hafið störf og hinar sívinsælu skólabúðir eru komnar á fullt skrið. Framundan er haust með pakkaðri dagskrá; hópefli, fleiri skólabúðir, ráðstefna leiðtoga í skátastarfi, vetrarskátamót og margt fleira.

Tjaldsvæðinu hefur þó verið lokað fyrir veturinn. Við þökkum fyrir frábært sumar!

 

Það verður mikið fjör um Verslunarmannahelgina á Úlfljótsvatni og þar verður fjölskyldan í fyrirrúmi.

Allir eru eins og alltaf velkomnir á tjaldsvæðið og engin þörf á að vera skáti til að geta notið sín. Leikhópurinn Lotta, bogfimi, bátar, klifurturn, vatnasafarí, hoppukastalar, folf, varðeldar og skátasmiðjur er meðal þess sem er í boði. Hægt er að kaupa sérstök dagskrárarmbönd sem gilda alla helgina. Þau kosta 2.500 kr. fyrir alla helgina en einnig er hægt að kaupa í einstaka dagskrárliði.

Þá verður sérstakur bananaleikur í gangi fyrir yngstu krakkana á tjaldsvæðinu alla helgina en þar eru krakkarnir hvattir til að leysa hin ýmsu verkefni eins og t.d. að teikna mynd af Úlfljótsvatni, búa til blómvönd, spreyta sig í þrautabraut eða hjálpa til við kvöldmatinn. Þegar þau hafi lokið 12 af 16 mögulegum verkefnum fá þau gefins litla gjöf og banana í þjónustumiðstöð. Bananaleikurinn er innifalinn í tjaldsvæðisgjaldi.

Úlfljótsvatn er fjölskyldutjaldsvæði

„Við viljum taka það sérstaklega fram að Úlfljótsvatn er fjölskyldutjaldsvæði hugsað fyrir fjölskyldufólk og hér er kyrrð á svæðinu frá miðnætti“, segir Guðmundur Finnbogason, framkvæmdastjóri Úlfljótsvatns, og áréttar að ölvun sé ekki leyfileg á svæðinu þó að mönnum sé velkomið að fá sér vínglas með matnum.

Á liðnum árum hefur aðstaðan á Úlfljótsvatni byggst upp, bæði afþreying sem og hreinlætisaðstaða. Tjaldsvæðið er öllum opið og allir velkomnir. Frítt er að gista fyrir 15 ára og yngri í fylgd með fullorðnum.

Dagskráin verður sem hér segir (með fyrirvara um breytingar):

Fimmtudagur 3. ágúst
16:00-21:00 Frítt kaffi í þjónustuhúsi á meðan fólk kemur sér fyrir

Föstudagur 4. ágúst
13:00-15:00 Bogfimi
13:00-15:00 Klifurturn
16:00-17:00 Myndapóstaleikur um svæðið
16:00-23:30 Frítt kaffi í þjónustuhúsi á meðan fólk kemur sér fyrir

Laugardagur 5. ágúst:
10:00-12:00 Hoppukastalar
11:00-12:00 Myndapóstaleikur
11:00-12:00 Fótboltagolf kennsla
13:00-15:00 Bátar á vatninu, hjólabátar á bátatjörn
13:00-15:00 Bogfimi
14:00-16:00 Opið hús í Gilwell-skálanum 
16:00-17:00 Barnavarðeldur
16:00-17:00 Folf kennsla og Gaga-bolti
16:00-18:00 Poppað á opnum eldi
17:00-18:00 Klifurturn
21:00-22:00 Varðeldur að skátasið

Sunnudagur 6. ágúst:
10:00-12:00 Hoppukastalar
10:00-12:00 Bátar á vatninu, hjólabátar á bátatjörn
13:00-15:00 Klifurturninn
13:00-14:00 Hnútakennsla 
14:00-16:00 Opið hús í Gilwell-skálanum
14:00-16:00 Skátasmiðja (efniskostnaður ekki innifalinn í dagskrárgjaldi)
15:00-16:00 Vatnasafarí
17:00 Leikhópurinn Lotta
21:00-22:00 Varðeldur að skátasið

Mánudagur 7. ágúst:
10:00-12:00 Hoppukastalar
10:00-12:00 Bogfimi
13:00-15:00 Bátar á vatninu
13:00-15:00 Klifurturninn

Dagskrárpassi sem gildir í alla dagskrá yfir helgina kostar 2.500 kr. en einnig er hægt að fá miða í staka dagsrkárliði fyrir 300 – 1.000 kr.
Sýning leikhópsins Lottu er innifalin í dagskrárpassa. Miði á sýninguna kostar 1.500 kr. fyrir þá sem eru ekki með dagskrárpassa.

Börn og fullorðnir greiða sama verð í dagskrá.
Tjaldsvæði fyrir fullorðna er á 1.500 kr. fyrstu tvær næturnar, 1.400 kr. fyrir þriðju nóttina og 1.300 kr. fyrir fjórðu nóttina.
Börn 15 ára og yngri gista frítt á tjaldsvæðinu í fylgd með fullorðnum.

Rafmagn er á 1.000 kr. nóttin fyrir hvert hýsi/tjald.

Í gær, 18. júlí, fór fram afhending á viðurkenningum Vakans, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar, til Útilífsmiðstöðvar skáta Úlfljótsvatni.

Úlfljótsvatn varð þar með bæði fyrsta tjaldsvæðið og fyrsta hostelið til að fá viðurkenningu Vakans. Auk þess fékk staðurinn gæðaviðurkenningu fyrir ferðaþjónustu og viðurkenningu fyrir umhverfisflokkun.

„Við erum mjög ánægð með þessa niðurstöðu og erum stolt af staðnum og starfsfólki okkar,“ segir Guðmundur Finnbogason, framkvæmdastjóri Úlfljótsvatns.

„Okkar kjarnastarfsemi snýst um að bjóða skátum, nemendum og öðrum æskulýðshópum vettvang fyrir ævintýri og fræðslu. Samhliða því meginmarkmiði okkar höfum við undanfarin ár í auknum mæli opnað staðinn fyrir almenningi og góð dæmi um það eru fjölskyldutjaldsvæðið okkar og hostelið, sem bæði styðja við kjarnastarfsemi okkar.

Við leggjum áherslu á að bjóða jákvæða og spennandi upplifun í öruggu umhverfi. Þetta gerum við til dæmis með spennandi afþreyingu fyrir gesti um helgar, en líka með því að bjóða sérsniðna dagskrá fyrir hópa, bæði íslenska og erlenda. Í því samhengi njótum við líka góðs samstarfs við marga ferðaþjónustuaðila á Suðurlandi.

Það er okkur gríðarlega mikilvægt að gestir okkar upplifi sig velkomna og örugga. Markmið Vakans falla því vel að okkar markmiðum og innleiðingarferlið hefur reynst okkur gagnlegt við að festa í form ferla og starfshætti,“ segir Guðmundur.

Meðlimir Úlfljótsvatnsráðs, sjálfboðaliðastjórnar Úlfljótsvatns, við afhendinguna ásamt framkvæmdastjóra.

Meðlimir Úlfljótsvatnsráðs, sjálfboðaliðastjórnar Úlfljótsvatns, við afhendinguna ásamt framkvæmdastjóra.

Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi Íslands, hengir upp viðurkenningarskilti Vakans á aðalskála Úlfljótsvatns.

Marta Magnúsdóttir, skátahöfðingi Íslands, hengir upp viðurkenningarskilti Vakans á aðalskála Úlfljótsvatns. 

Snorri Valsson hjá Ferðamálastofu afhendir Guðmundi Finnbogasyni, framkvæmdastjóra Úlfljótsvatns, viðurkenningar Vakans.

Snorri Valsson hjá Ferðamálastofu afhendir Guðmundi Finnbogasyni, framkvæmdastjóra Úlfljótsvatns, viðurkenningar Vakans.

Fjölskyldutjaldsvæðið á Úlfljótsvatni er opið almenningi. Fyrir utan dagana 25. júlí til 2. ágúst (þegar hér verður haldið stórt, alþjóðlegt skátamót) er opið alla daga. Nóg er við að vera, því fyrir utan ægifagurt útsýni eru á staðnum leiktæki, íþróttavellir, gönguleiðir og fleira, auk þess sem opið er í báta, bogfimi og klifurturn á auglýstum tímum.

Nánari upplýsingar um dagskrá og viðburði á Fjölskyldutjaldsvæðinu á Úlfljótsvatni eru á Facebook-síðu Úlfljótsvatns: Smelltu hér til að skoða Facebook-síðu Úlfljótsvatns.

Smelltu hér til að skoða umgengnisreglur, verðskrá og aðrar upplýsingar.

Jæja, þá er komið að því sem allir hafa beðið eftir: Dagskráin fyrir Útileguhelgi fjölskyldunnar er klár!

Laugardagur:
• 10.00-12.00 Bogfimi í Strýtunni
• 13.00-13.30 Kennsla í Gaga-bolta á Gaga-vellinum
• 14.00-14.30 Kennsla Frisbíbolfi við tjaldsvæðahliðið
• 14.30-16.00 Hjólabátar á bátatjörninni
• 16.00-18.00 Klifur í hæsta klifurturni landsins
• 20.00-21.00 Varðeldur

Sunnudagur:
• 10.00-12.00 Kajakar og kanóar á Úlfljótsvatni

Nánar um Útileguhelgi fjölskyldunnar hér.

Við minnum líka á að sömu helgi stendur yfir hátíðin Borg í sveit á vegum Grímsnes- og Grafningshrepps. Fjöldi aðila býður þá gestum og gangandi heim að skoða og prófa hitt og þetta. Sjá dagskrá Borg í sveit hér: http://www.gogg.is/borg-i-sveit-2017/