Skátarnir
Home Archives 2015

Yearly Archives: 2015

Á norðurslóð verður haldið dagana 27.-29. Desember líkt og undanfarin ár. Á Norðurslóð er fyrir drótt-, og rekkaskáta. Tilvalið að koma og vera með öðrum skátum þegar þú ert búin að fá nóg af því að hanga heima.

Í ár verður boðið upp á slakandi útilegu með myndbandaþema. Þátttakendur fá aðstoð og fræðslu um myndbandagerð frá öðrum ungum myndbandasnillingum og tækifæri til að búa til sína eigin video.

Ef þú hefur ekki áhuga á myndbandagerð þá er samt hægt að koma og chilla. Öll dagskrá er valfrjáls.
Þátttakendur læra grunnatriði í myndbandagerð ásamt því að setja myndbandið sitt inn á miðla eins og Youtube og Vimeo en áhersla er á einfalda myndbandagerð og myndvinnslu s.s. myndbönd tekin með snjallsímum eða vélum eins og Go-pro.
Þátttökugjaldið er 11900 auk rútukostnaðar fyrir þá sem það kjósa upp á 2000 krónur. Innifalið í því er allt sem þarf, gisting og matur ásamt kennslu.

Þátttakendur eru hvattir til að taka með sér eigin tölvur, myndvélar eða önnur tæki sem að geta tekið upp video. Athygli er þó vakin á því að engin ábyrgð er tekin á þessum tækjum frekar en öðrum búnaði þátttakenda.
Við byrjum klukkan 14:00 (rútan fer frá Skátamiðstöðinni klukkan 13:00) sunnudaginn 27. og komum heim klukkan 14:00 þriðjudaginn 29. des.

ATH. Mikilvægt er að þeir sem ætla að nýta rútuna skrái sig í hana í skráningunni.

Skráðu þig hér

Jólahlaðborð og jólastund fjölskyldunnar

Líkt og undanfarin ár bjóðum við upp á skemmtilega ævintýrastund að Úlfljótsvatni í tilefni þess að hátíð ljóss og friðar er á næsta leiti.

IMG_5056Gamanið hefst kl. 15.00 með piparkökubakstri og föndurstund. Kl. 15.45 verður boðið upp á gönguferð og leiki í skóginum okkar. Síðan verður notaleg stund við eldinn; rjúkandi hátíðarkakó og jólasveinapönnukökur, auk þess sem hægt er að smakka á piparkökubakstri dagsins.

Borðhald hefst svo klukkan 18.00, þegar glæsileg jólahlaðborð verður framreitt. Sérstök áhersla er lögð á að allir í fjölskyldunni finni eitthvað við sitt hæfi.

Að sjálfsögðu mun jólasveinninn reka inn trýnið og spjalla við börnin. Hann er öllum hnútum kunnugur á Úlfljótsvatni og mun án efa eiga góða stund með ungum og öldnum.Aðventuhátíð 2

Hægt verður að fara upp í hlíðar Úlfljótsvatnsfjalls og höggva jólatré og taka með heim gegn vægu gjaldi.

Auk þess sem hér er upp talið verður meðal annars boðið upp á æsispennandi eplabogfimi þar sem vinningshafinn fær möndlugjöf. Láttu aðventuna hefjast á notalegri samverustund með fjölskyldu og vinum.

MATSEÐILL JÓLAHLAÐBORÐS:

Forréttir:
Síld 2 tegundir (karrýsíld og jólasíld)
Sjávarréttapaté með hvítlaukssósu
Villibráðarkæfa með gurkins og rifsberjahlaupIMG_5029
Grafinn lax með sinnepdillsósu
Grafið lamb með pipparrótarsósu
Krakkasúpa og nýbakað brauð

Aðalréttir:
Kalt hangikjöt með laufabrauði
Gljáð jólaskinka
Brakandi stökk grísarifjasteik (purusteik)
Kryddmarinerað lambalæri með Bearnisesósu
Koktelpylsur og krakkakjötbollur

Meðlæti:
Kartöflusalat, eplasalat, sykurbrúnaðar kartöflur, heimalagað rauðkál, grænar baunir, rauðvínssósa, uppstúf, rúgbrauð, brakandi ferkst salat

Eftirréttir:
Ris a la Mande (jólagrautur) með kirsuberjasósu
Sherry frómas
Volg súkkulaðiterta

IMG_5076

Verð:
0-5 ára: frítt
6-12 ára: 3.900 kr.
13 ára og eldri: 7.900 kr.

Dagar í boði:IMG_2190
28. nóvember – Lokið
29. nóvember – Lokið
5. desember – Uppselt
6. demember – Örfá pláss laus

Smelltu hér til að skrá þig og þína