Skátarnir
Home Archives 2014 mars

Monthly Archives: mars 2014

Við erum að sjálfsögðu með og bjóðum upp á skemmtilegt útieldunarnámskeið.

Góðgæti á hlóðum

Þátttakendur læra að kveikja eld og elda yfir honum. Þeir læra að baka brauð og kökur í „hollendingum“ (dutch oven) sem eru steypujárnspottar. Þeir læra líka að búa til hlóðakaffi og nota eldinn til að búa til einfalda og gómsæta rétti. Allir fá að borða á námskeiðinu og enginn fer svangur heim.

Námskeiðið fer fram úti þannig að allir þurfa að vera vel klæddir.

Skráning er hér

Námskeiðið verður haldið þann 6. apríl kl 13:00 er í boði á aðeins 3900 krónur í stað 7900 sem er fullt verð í tilefni Leyndardóma Suðurlands.

Leyndardómar Dagskrá allt Suðurland

Skráning er hérna á vefnum okkar í bókunarboxinu hér til hliðar.

Nú er skráning hafin í sumarbúðir skáta.

Sumarbúðirnar bjóða upp á spennandi námskeið fyrir krakka á aldrinum 8-12 ára. Í sumar er einnig boðið upp á sumarbúðir fyrir unglinga 13-15 ára og sérstakar ADHD búðir fyrir unglinga á aldrinum 13-15 ár.

Takmarkað pláss er í sumarbúðunum svo það borgar sig að skrá sig sem fyrst.

Smelltu hér til að fá frekari upplýsingar

Allt um sumarbúðirnar