Skátarnir
Home Archives 2014 febrúar

Monthly Archives: febrúar 2014

Einu sinni’ á ágústkvöldi austur í Þingvallasveit gerðist í dulitlu dragi  dulítið sem enginn veit, nema við og nokkrir þrestir og kjarrið græna inní Bolabás og Ármannsfellið fagurblátt og fannir Skjaldbreiðar og hraunið fyrir sunnan Eyktarás.

Þó að æviárin hverfi út á tímans gráa rökkurveg, við saman munum geyma þetta ljúfa leyndarmál, landið okkar góða þú og ég.

SKÓLABÚÐIR Á ÚLFLJÓTSVATNI veturinn 2013-2014

Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni býður grunnskólanemum dvöl í skólabúðum veturinn 2013– 2014 líkt og undanfarin ár.

Fyrirkomulagið er eins og áður byggt á reynslu okkar af skólabúðum undanfarna áratugi en þó með nýjum valmöguleikum. Nú geta kennarar og nemendur sjálfir haft val um dagskrána . Við bjóðum upp á fjölda dagskráratriði sem að byggjast á náttúrufræði, íþróttum, lífsleikni og fjölmörgum öðrum greinum. Við leggjum áherslu á að nemendur og kennarar njóti verunnar í skólabúðum og fari frá okkur með nýja þekkingu í farteskinu.

Með því að bjóða kennurum og nemendum að velja viðfangsefni dvalarinnar verður hún markvissari og meira spennandi.

Kennarar er hvattir til að láta starfsmenn skólabúðanna vita hvaða verkefni þeir eru að vinna í náttúrufræði þegar dvöl þeirra nálgast ef þeir hafa áhuga á að vinna ákveðin verkefni tengd námsefninu . Starfsmenn skólabúðanna hjálpa þá til við þessi verkefni. Þannig fá nemendur tækifæri til að nálgast náttúrfræðiverkefnin á nýjan hátt í gegnum reynslunám. Hafið samband og fáið frekari upplýsingar um þennan möguleika.

Við getum tekið við 2-3 bekkjardeildum á hverjum tíma eða allt að 60 nemendum. Skólarnir velja svo hversu langan tíma þeir vilja að nemendur dvelji í skólabúðunum, 1-5 daga.